Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 617/2019

Nr. 617/2019 27. júní 2019

AUGLÝSING
um samþykkt breytinga á deiliskipulagi í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt breytingar á deiliskipulagi sem hér segir:

Bjargslundur 17.
Breytingin felur í sér stækkun byggingarreits, stækkun á núverandi húsnæði sem og möguleika á að byggja frístandandi bílskúr með nýtanlegu kjallararými. Heildarfermetrum bygginga fjölgar úr 135 m² í 370 m². Nýtingarhlutfall fer úr 0,11 í 0,20. 

Athafnasvæði á Leirvogstungumelum.
Breytingin felur í sér stækkun á deiliskipulagi athafnasvæðis á Tungumelum um 1,3 ha inn á svæði sem í aðalskipulagi Mosfellsbæjar er skilgreint sem athafnasvæði, fleki 202-A. Gert er ráð fyrir að vegtenging verði um Fossaveg sem verður framlengdur til austurs og frá honum verði tenging inn á lóð. Hámarkshæð byggingar verður allt að 13 m, grunnflatarmál húss verði allt að 4.245 m² og nýtingarhlutfall 0,33. Kvaðir eru um skermun lóðar og um afmörkun geymslusvæðis fyrir gáma, varning og tæki.

Ofangreindar breytingar hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 27. júní 2019,

Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 28. júní 2019