Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 101/2020

Nr. 101/2020 9. júlí 2020

LÖG
um breytingu á ýmsum lögum á sviði landbúnaðar og matvæla vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu.

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

I. KAFLI

Breyting á lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr,
nr. 66/1998, með síðari breytingum
.

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:

 1. 2. mgr. orðast svo:
      Þeir einir mega stunda dýralækningar hér á landi sem hlotið hafa til þess leyfi Matvæla­stofnunar og skulu dýralæknar undirrita eiðstaf þar að lútandi. Ráðherra setur í reglu­gerð nánari fyrirmæli um veitingu leyfis til dýralækninga.
 2. 1. málsl. 3. mgr. fellur brott.
 3. Í stað orðanna „Heimilt er“ í 6. mgr. kemur: Matvælastofnun er heimilt; og orðin „ef Matvælastofnun mælir með því“ í sömu málsgrein falla brott.

 

2. gr.

    Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: Matvælastofnunar.

 

3. gr.

    3. mgr. 12. gr. laganna orðast svo:

    Vaktsvæði dýralækna skulu afmörkuð í reglugerð sem ráðherra setur.

 

II. KAFLI

Breyting á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim,
nr. 25/1993, með síðari breytingum
.

4. gr.

    Við 1. málsl. 8. gr. laganna bætist: og annarra áður óþekktra sjúkdóma.

 

III. KAFLI

Breyting á búvörulögum, nr. 99/1993, með síðari breytingum.

5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 7. mgr. 7. gr. laganna:

 1. 1. málsl. orðast svo: Verðlagsnefnd skal skipuð til tveggja ára í senn.
 2. Lokamálsliður fellur brott.

 

IV. KAFLI

Breyting á lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru,
nr. 22/1994, með síðari breytingum
.

6. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:

 1. Í stað 1. málsl. 1. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Óheimilt er að flytja til lands­ins, framleiða eða pakka hér á landi áburði, sáðvöru, lyfjablönduðu fóðri, fóður­aukefnum og forblöndum þeirra nema tilkynna þær vörur fyrst og láta skrá hjá Matvæla­stofnun sem staðfestir skráningu vörunnar. Sama gildir um fóður sem flutt er inn frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins.
 2. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
      Framleiðendum og innflytjendum er skylt fyrir 1. febrúar ár hvert að tilkynna til Matvæla­stofnunar heildarmagn innflutts og framleidds fóðurs á undangengnu ári. Nánar skal kveðið á um tilkynningar til Matvælastofnunar í reglugerð sem ráðherra setur á grundvelli 7. gr.
 3. 2. mgr. orðast svo:
      Ráðherra ákveður með reglugerð hvaða upplýsingar skulu fylgja vörum sem lög þessi ná yfir og kröfur um merkingar og lýsingu á notkun einstakra vöruflokka.

 

V. KAFLI

Breyting á lögum um matvæli, nr. 93/1995, með síðari breytingum.

7. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:

 1. Á eftir 4. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Matvælafyrirtæki sem starfrækja fiskeldisstöðvar og eru með gilt rekstrarleyfi samkvæmt lögum um fiskeldi þurfa ekki starfsleyfi fyrir frumframleiðslu og er ekki skylt að tilkynna slíka framleiðslu til Matvæla­stofnunar áður en hún hefst.
 2. Orðin „til tiltekins tíma“ í 1. málsl. 2. mgr. og orðin „áður en gildistími þess er liðinn“ í loka­málslið sömu málsgreinar falla brott.
 3. Orðið „gildistíma“ í 4. mgr. fellur brott.
 4. Í stað orðsins „ráðherra“ í 5. mgr. kemur: Matvælastofnun.

 

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 6. mgr. 25. gr. laganna:

 1. Í stað orðsins „Ráðherra“ í 2. og 3. málsl. kemur: Matvælastofnun.
 2. Í stað orðsins „Matvælastofnunar“ í 2. málsl. kemur: stofnunarinnar.
 3. Í stað orðsins „honum“ í 3. málsl. kemur: ráðherra.

 

VI. KAFLI

Breyting á lögum um velferð dýra, nr. 55/2013, með síðari breytingum.

9. gr.

    Orðin „og skulu þær staðfestar af ráðherra“ í 2. málsl. 4. mgr. 7. gr. laganna falla brott.

 

VII. KAFLI

Breyting á lögum um innflutning dýra, nr. 54/1990, með síðari breytingum.

10. gr.

Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. 13. gr. laganna kemur: Matvælastofnun.

 

VIII. KAFLI

Breyting á lögum um yrkisrétt, nr. 58/2000, með síðari breytingum.

11. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 1. gr. laganna:

 1. Í stað orðanna „yrkisréttarnefndar, sbr. 22. gr.“ í 2. málsl. kemur: Matvælastofnunar.
 2. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Matvælastofnun skal hafa aðgang að þekkingu á hugverkarétti og ræktun og kynbótum nytjaplantna.

 

12. gr.

 1. Í stað orðanna „yrkisréttarnefndar“ í 1. mgr. og „Yrkisréttarnefnd“ í 5. mgr. 3. gr. laganna og sömu orða hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Matvæla­stofnun.
 2. Í stað orðanna „nefndin“ í 5. mgr. 3. gr., „nefndinni“ í 2. mgr. 8. gr., „nefndarinnar“ í 2. mgr. 9. gr. og „nefndina“ í 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna og sömu orða hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: stofnunin.

 

13. gr.

    22. og 23. gr. laganna falla brott.

 

14. gr.

    Fyrirsögn V. kafla laganna verður: Viðurlög o.fl.

 

IX. KAFLI

Breyting á lögum um breytingu á lögum um matvæli, lögum um dýralækna og
heilbrigðisþjónustu við dýr og lögum um lífræna landbúnaðarframleiðslu
(eftirlit, upplýsingagjöf), nr. 33/2018
.

15. gr.

    Í stað orðanna „1. janúar 2021“ í 7. gr. kemur: 1. janúar 2022.

 

X. KAFLI

Gildistaka og brottfall laga.

16. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

    Við gildistöku laga þessara falla úr gildi eftirfarandi lög:

 1. Lög um breyting nokkurra laga, sem varða sölu og meðferð íslenskra afurða, nr. 79/1935.
 2. Lög um gelding húsdýra, nr. 123/1935.
 3. Lög um búfjártryggingar, nr. 20/1943.
 4. Lög um að tryggja manneldisgildi hveitis, nr. 30/1947.
 5. Lög um breytingu á lausaskuldum bænda í föst lán, nr. 15/1962.
 6. Lög um breyting á lausaskuldum bænda í föst lán, nr. 31/1969.
 7. Lög um greiðslu verðjöfnunargjalds af sauðfjárafurðum, nr. 105/1978.
 8. Lög um breytingu á lausaskuldum bænda í föst lán, nr. 33/1979.
 9. Lög um skuldbreytingar vegna loðdýraræktar, nr. 112/1989.
 10. Lög um sameiningu Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda í ein heildarsamtök bænda, nr. 130/1994.
 11. Lög um átaksverkefni um framleiðslu og markaðssetningu vistvænna og lífrænna afurða, nr. 27/1995.

    Lög um flokkun og mat á gærum og ull, nr. 57/1990, falla úr gildi 1. nóvember 2021.

 

Gjört á Bessastöðum, 9. júlí 2020.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Kristján Þór Júlíusson.


A deild - Útgáfud.: 22. júlí 2020