Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 859/2018

Nr. 859/2018 14. september 2018

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 55. gr. reglnanna:

  1. Í upptalningu lærdómstitla undir tölulið 2.1 í 1. mgr., á eftir orðunum „Master of Education“, bætast við orðin Magister Philosophiae og á eftir skammstöfuninni „M.Ed.“ í sama tölulið bætist við skammstöfunin M.Phil. ásamt orðunum: (sbr. 4. málsl. 2. mgr. þessarar greinar).
  2. Á eftir 3. málslið 2. mgr. bætast við tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Deildum er einnig heimilt við sérstakar aðstæður, sbr. 19. tölulið 69. gr. þessara reglna, að í stað doktorsprófs verði nemanda gefinn kostur á að brautskrást með lærdómstitilinn M.Phil. Í slíkum tilvikum skal námsleið til M.Phil.-prófs í viðkomandi deild skilgreind á stigi 2.2, í samræmi við gild­andi viðmið mennta- og menningarmálaráðuneytis um æðri menntun og prófgráður.

2. gr.

Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar í samræmi við lög nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 14. september 2018.

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 28. september 2018