Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 395/2023

Nr. 395/2023 5. apríl 2023

REGLUR
um tilnefningu miðlægs tengiliðar í greiðsluþjónustu.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um greiðslustofnanir samkvæmt lögum um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021.

 

2. gr.

Miðlægur tengiliður.

Um tilnefningu miðlægs tengiliðar og hlutverk hans skv. 33. gr. laga um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021, fer eftir ákvæðum reglugerðar (ESB) 2020/1423, sbr. 3. gr.

 

3. gr.

Innleiðing reglugerðar.

Með reglum þessum öðlast gildi framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1423 frá 14. mars 2019 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2366 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um viðmið fyrir tilnefningu aðaltengiliða á sviði greiðslu­þjónustu og um hlutverk þessara tengiliða, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2021 frá 19. mars 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 20 frá 9. mars 2023, bls. 1-3.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 3. mgr. 114. gr. laga um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021, öðlast þegar gildi.

 

Seðlabanka Íslands, 5. apríl 2023.

 

 

Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri.

Rannveig Júníusdóttir
framkvæmdastjóri.


B deild - Útgáfud.: 25. apríl 2023