1. gr.
Á eftir 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
Einungis er heimilt að setja á markað rafrettur, þ.m.t. einnota rafrettur, eða hylki fyrir rafrettur, sem geta innihaldið að hámarki 2 ml af nikótínvökva. Einungis er heimilt að setja á markað áfyllingarílát fyrir rafrettur sem geta innihaldið að hámarki 10 ml af nikótínvökva.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 8. gr. laga um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur, nr. 87/2018, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. febrúar 2024.
Heilbrigðisráðuneytinu, 17. október 2023.
Willum Þór Þórsson.
|