Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Leiðréttingar:

Leiðrétt 14. júlí 2022:
HTML-texti og PDF-skjal: Tilvísun til reglugerðar (ESB) nr. 710/2014 í 2. mgr. 3. gr. var með óvirkan hlekk sem nú hefur verið virkjaður.


Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 792/2022

Nr. 792/2022 29. júní 2022

REGLUR
um sameiginlegar ákvarðanir eftirlitsstjórnvalda um varfærniskröfur fjármálafyrirtækja.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um ferli eftirlitsstjórnvalda við töku sameiginlegra ákvarðana um varfærniskröfur fjármálafyrirtækja samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

 

2. gr.

Sameiginlegar ákvarðanir.

Um sameiginlegar ákvarðanir eftirlitsstjórnvalda um varfærniskröfur fjármálafyrirtækja skv. 109. gr. d laga um fjármálafyrirtæki, fer eftir reglugerð (ESB) nr. 710/2014, sbr. 3. gr.

 

3. gr.

Innleiðing reglugerða.

Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 710/2014 frá 23. júní 2014 um tæknilega framkvæmdastaðla að því er varðar skilyrði fyrir beitingu sameiginlega ákvörðunarferilsins vegna varfærniskrafna er varða tilteknar stofnanir, samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 80/2019 frá 29. mars 2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020, bls. 59.

Með vísan til heimildar í ákvæði til bráðabirgða III í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. lög nr. 57/2015, vísar Seðlabanki Íslands til birtingar enskrar útgáfu af reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 710/2014 í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins (e. Official Journal of the European Union): https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32014R0710, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 188, þann 27. júní 2014, bls. 19-59.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 13. tölul. 1. mgr. 117. gr. b laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, öðlast gildi 1. júlí 2022.

 

Seðlabanka Íslands, 29. júní 2022.

 

  Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri.
Elmar Ásbjörnsson
framkvæmdastjóri.

B deild - Útgáfud.: 30. júní 2022