Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 857/2016

Nr. 857/2016 3. október 2016

SAMÞYKKT
um afgreiðslu byggingarnefndar Skagabyggðar.

1. gr.

Byggingarfulltrúi Skagabyggðar fer með verkefni sem mælt er fyrir um í lögum nr. 160/2010 um mannvirki og ákvæðum í þeim reglugerðum sem settar eru á grundvelli laganna, þar á meðal útgáfu byggingarleyfa.

2. gr.

Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis af hálfu byggingarfulltrúa samkvæmt III. kafla laga um mannvirki er að skipulags- og byggingarnefnd Skagabyggðar hafi samþykkt útgáfuna, en nefndin annast verkefni byggingarnefndar, sbr. 7. gr. laga um mannvirki.

3. gr.

Byggingarfulltrúi skal hafa samráð við skipulags- og byggingarnefnd Skagabyggðar um hvert það mál sem hann telur að varði verksvið nefndarinnar.

Byggingarfulltrúi skal leita samþykkis skipulags- og byggingarnefndar Skagabyggðar áður en byggingarleyfi er veitt, varði breyting á mannvirki útlit þess og form, nema breyting sé óveruleg, sbr. 5. mgr. 9. gr. laga um mannvirki.

4. gr.

Um málsmeðferð gilda að öðru leyti, eftir því sem við á, ákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, laga nr. 160/2010 um mannvirki, skipulagslaga nr. 123/2010 og stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

5. gr.

Samþykkt þessi, sem sveitarstjórn Skagabyggðar hefur sett samkvæmt ákvæðum 7. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 3. október 2016.

F. h. r.

Hafsteinn Pálsson.

William Fr. Huntingdon-Williams.


B deild - Útgáfud.: 17. október 2016