1. gr.
Við 37. gr. samþykktarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Ákvæði þetta á þó ekki við um endurupptöku mála hjá Barnaverndarþjónustu Ísafjarðarbæjar en nánar er kveðið á um málsmeðferð þeirra mála í viðauka 1 um fullnaðargreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Ísafjarðarbæjar samkvæmt 3. mgr. 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 48. gr. samþykktarinnar:
- 2. tölul. A-liðar 48. gr. breytist og verður svohljóðandi: Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd: Bæjarstjórn kýs fimm fulltrúa og jafnmarga til vara í skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd. Bæjarstjórn kýs nefndinni formann og varaformann. Nefndin er kosin á fyrsta eða öðrum fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar og er kjörtímabil hennar hið sama og bæjarstjórnar. Nefndin fer með málefni leikskóla samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008, grunnskóla samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008, og tónlistarskóla samkvæmt lögum nr. 75/1985, um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla og samstarfssamningum sem gilda um rekstur tónlistarskóla hverju sinni. Einnig fer nefndin með málefni framhaldsskóla samkvæmt ákvæðum laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 og samstarfssamningum sem gilda um rekstur framhaldsskóla hverju sinni. Þá fer nefndin með verkefni íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsmála í sveitarfélaginu, þar með talið eftirlit með íþróttamannvirkjum en þau eru rekin af Eignasjóði, málefni félagsmiðstöðva og vinnuskóla. Nefndin skal stuðla að samstarfi í íþróttamálum m.a. með nánu samstarfi við Héraðssamband Vestfirðinga. Auk verkefna sem nefndin hefur með höndum samkvæmt lögum getur bæjarstjórn falið henni ýmis verkefni með erindisbréfi.
- 3. tölul. A-liðar 48. gr. fellur brott, og færast aðrir töluliðir A-liðar upp sem því nemur.
- 4. tölul. A-liðar 48. gr. breytist á þann hátt að fyrir síðasta málslið bætist eftirfarandi: Þá fer nefndin með verkefni skv. reglugerð nr. 907/2005, sbr. breytingareglugerð nr. 409/2023, og síðari breytingar, varðandi daggæslu barna í heimahúsum.
- Við B-lið 48. gr. bætist nýr töluliður, 9. töluliður, svohljóðandi: Samningur um sérhæfða velferðarþjónustu á Vestfjörðum: Samkvæmt samningi um sérhæfða velferðarþjónustu á Vestfjörðum, sbr. auglýsingu nr. 1210/2023, fer Ísafjarðarbær með framkvæmd verkefna aðildarsveitarfélaganna á grundvelli barnaverndarlaga nr. 80/2002 og laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.
- 7. tölul. C-liðar orðast svo: Fasteignir Ísafjarðarbæjar ehf.: Bæjarstjórn veitir umboð til að sækja aðalfund félagsins og fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundi. Í því umboði felst að jafnaði að viðkomandi geti boðið sig fram í stjórn félagsins og tekið þar sæti nái hann kjöri á aðalfundi.
- 8. tölul. C-liðar orðast svo: Melrakkasetur Íslands ehf.: Bæjarstjórn veitir umboð til að sækja aðalfund félagsins og fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundi. Í því umboði felst að jafnaði að viðkomandi geti boðið sig fram í stjórn félagsins og tekið þar sæti nái hann kjöri á aðalfundi.
- 9. tölul. C-liðar orðast svo: Kaplaskjól ehf.: Bæjarstjórn veitir umboð til að sækja aðalfund félagsins og fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundi. Í því umboði felst að jafnaði að viðkomandi geti boðið sig fram í stjórn félagsins og tekið þar sæti nái hann kjöri á aðalfundi.
- 10. tölul. C-liðar orðast svo: Hvetjandi hf. eignarhaldsfélag: Bæjarstjórn veitir umboð til að sækja aðalfund félagsins og fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundi. Í því umboði felst að jafnaði að viðkomandi geti boðið sig fram í stjórn félagsins og tekið þar sæti nái hann kjöri á aðalfundi.
3. gr.
Í stað núverandi viðauka 1.1. um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Ísafjarðar er lagður til nýr viðauki. viðauki 1, um sama efni. Þá bætist við nýr viðauki, viðauki 2, um fullnaðarafgreiðslu mála vegna þjónustu við fatlað fólk.
Viðaukarnir eru birtir með samþykkt þessari.
4. gr.
Samþykkt þessi sem bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur sett samkvæmt ákvæðum 9. og 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 5. febrúar 2024.
F. h. r.
Aðalsteinn Þorsteinsson.
Ólöf Sunna Jónsdóttir.
VIÐAUKAR (sjá PDF-skal)
|