Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 338/2008

Nr. 338/2008 18. mars 2008
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð, nr. 274/2006, um skilyrði undanþágu frá greiðslu olíugjalds og um greiðslu sérstaks kílómetragjalds, með síðari breytingum.

1. gr.

Við 3. tölul. B. liðar 1. gr. bætist við nýr stafliður svohljóðandi:

Vörubifreið sem útbúin er til blöndunar og hleðslu á sérstökum efnablöndum sem ætlaðar eru til sprenginga.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 4. mgr. 4. gr. laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 18. mars 2008.

F. h. r.

Baldur Guðlaugsson.

Guðmundur Árnason.

B deild - Útgáfud.: 9. apríl 2008