Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 150/2018

Nr. 150/2018 20. desember 2018

LÖG
um breytingu á ýmsum lögum vegna laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (stofnanir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis).

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

I. KAFLI

Breyting á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga,
nr. 54/1971, með síðari breytingum
.

1. gr.

    Á eftir 3. gr. laganna kemur ný grein, 3. gr. a, svohljóðandi:

    Innheimtustofnun sveitarfélaga er heimil vinnsla persónuupplýsinga, þar á meðal upplýsinga um heilsufar og fjárhag einstaklinga, félagslega erfiðleika þeirra og atvinnustöðu, upplýsinga um greiðslu­skyldu og móttakendur meðlags og annarra upplýsinga sem hinn skráði lætur í té, í þeim tilgangi að sinna lögbundnu hlutverki sínu skv. 3. og 5. gr. að uppfylltum skilyrðum laga um persónu­vernd og vinnslu persónuupplýsinga.

2. gr.

    9. mgr. 5. gr. laganna orðast svo:

    Skattyfirvöld, Vinnumálastofnun, Þjóðskrá Íslands, Fangelsismálastofnun, sveitarfélög, launa­greið­endur og Lánasjóður íslenskra námsmanna skulu láta Innheimtustofnun sveitarfélaga í té upp­lýs­ingar, vegna innheimtu meðlaga, með rafrænum hætti, ef því verður við komið, að því marki sem þær eru nauðsynlegar til að unnt sé að framfylgja lögum þessum.

II. KAFLI

Breyting á lögum um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála,
nr. 119/2012, með síðari breytingum
.

3. gr.

    Við 1. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Samgöngustofu er heimil vinnsla persónuupplýsinga, þar á meðal upplýsinga um heilsufar og lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, upplýsinga um refsiverða háttsemi og annarra upplýsinga sem hinn skráði lætur í té, í þeim tilgangi að sinna lögbundnu hlutverki sínu samkvæmt lögum þessum að uppfylltum skil­yrðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

III. KAFLI

Breyting á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962,
með síðari breytingum
.

4. gr.

    Við 1. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Þjóðskrá Íslands er heimil vinnsla persónuupplýsinga, þar á meðal upplýsinga um heilsufar og þjóðerni, trúarbrögð og hjúskaparstöðu og annarra upplýsinga sem hinn skráði lætur í té, í þeim tilgangi að sinna lögbundnu hlutverki sínu samkvæmt lögum þessum að uppfylltum skilyrðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

5. gr.

    Við 2. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Sveitarfélögum er heimil vinnsla persónuupplýsinga sem hinn skráði eða Þjóðskrá skv. 3. gr. lætur í té í þeim tilgangi að sinna lögbundnu hlutverki sínu samkvæmt lögum þessum. Miðlun og vinnsla upplýsinga samkvæmt þessari grein skal fullnægja skilyrðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

IV. KAFLI

Breyting á umferðarlögum, nr. 50/1987, með síðari breytingum.

6. gr.

    Við 64. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Ráðherra er heimilt með reglugerð að kveða á um aðgengi og miðlun upplýsinga úr skrám skv. 1. mgr., þar á meðal miðlun upplýsinga um eigendur og umráðamenn ökutækja, að uppfylltum skilyrðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

V. KAFLI

Breyting á lögum um skráningu skipa, nr. 115/1985, með síðari breytingum.

7. gr.

    Við 4. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Samgöngustofu er heimilt að veita aðgang að og miðla upplýsingum úr aðalskipaskrá og skipa­skrá yfir íslensk skip, þar á meðal upplýsingum um eigendur, umráðamenn og útgerðaraðila skipa, að uppfylltum skilyrðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

VI. KAFLI

Breyting á lögum um loftferðir, nr. 60/1998, með síðari breytingum.

8. gr.

    Við 9. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Samgöngustofu er heimilt að veita aðgang að og miðla upplýsingum úr loftfaraskrá, þar á meðal upplýsingum um eigendur, umráðamenn og leigjendur loftfara, að uppfylltum skilyrðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

VII. KAFLI

Breyting á lögum um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála,
nr. 120/2012, með síðari breytingum
.

9. gr.

    Við 4. mgr. 4. gr. laganna bætast þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Vegagerðinni er heimilt að viðhafa rafræna vöktun eða taka myndir með reglulegu millibili á samgöngumannvirkjum í þeim tilgangi að stuðla að auknu samgönguöryggi. Stofnuninni er heimilt að miðla upplýsingum sem þannig er aflað til vegfarenda með rafrænum hætti að uppfylltum skilyrðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Vegagerðinni er einnig heimilt að miðla upplýsingum til lögreglu og rannsóknarnefndar samgönguslysa með rafrænum hætti þegar rannsakað er sakamál, mannshvarf eða samgönguslys.

10. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. laganna:

  1. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
        Vegagerðinni er heimil vinnsla persónuupplýsinga, þar á meðal upplýsinga um fjár­hags­stöðu og annarra upplýsinga sem hinn skráði lætur í té, í þeim tilgangi að sinna lög­bundnu hlutverki sínu samkvæmt lögum þessum að uppfylltum skilyrðum laga um persónu­vernd og vinnslu persónuupplýsinga.
  2. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Þagnarskylda, veiting upplýsinga og persónuvernd.

VIII. KAFLI

Breyting á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995,
með síðari breytingum
.

11. gr.

    Við 8. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 139/2012, bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Jöfnunarsjóði er heimil vinnsla persónuupplýsinga, þar á meðal viðkvæmra persónuupplýsinga um fatlanir og þroskaraskanir einstaklinga sem njóta þjónustu sveitarfélaga og um þarfir nemenda sem þurfa á sérfræðiaðstoð að halda í grunnskólum sveitarfélaga, í þeim tilgangi að sinna lög­bundnu hlutverki sínu samkvæmt lögum þessum að uppfylltum skilyrðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

IX. KAFLI

Breyting á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun, nr. 69/2003,
með síðari breytingum
.

12. gr.

    Á eftir 9. mgr. 5. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:

    Póst- og fjarskiptastofnun er heimil vinnsla persónuupplýsinga, þ.e. upplýsinga sem nauð­syn­legar þykja við athugun á málum sem Póst- og fjarskiptastofnun vinnur að samkvæmt lögum þessum, að uppfylltum skilyrðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

X. KAFLI

Breyting á lögum um lögheimili og aðsetur, nr. 80/2018.

13. gr.

    Við 15. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Þjóðskrá Íslands er heimil vinnsla persónuupplýsinga, þar á meðal upplýsinga um heilsufar, þjóðerni, trúarbrögð og hjúskaparstöðu og annarra upplýsinga sem hinn skráði lætur í té, í þeim tilgangi að sinna lögbundnu hlutverki sínu samkvæmt lögum þessum að uppfylltum skilyrðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

14. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

    Fram til 1. janúar 2020 skal lögheimili skráð í tilteknu húsi, við tiltekna götu eða í dreifbýli, sem er skráð sem íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og hefur staðfang.

15. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 20. desember 2018.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Sigurður Ingi Jóhannsson.


A deild - Útgáfud.: 7. janúar 2019