Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 957/2023

Nr. 957/2023 15. september 2023

REGLUGERÐ
um (42.) breytingu á reglugerð um eftirlit með sáðvöru, nr. 301/1995.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í III. kafla I viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinnar ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar, öðlast eftir­talin ESB-gerð gildi hér  á landi:

Framkvæmdartilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/905 frá 9. júní 2022 um breyt­ingu á tilskipunum 2003/90/EB og 2003/91/EB að því er varðar aðferðarlýsingar vegna athug­ana á tilteknum yrkjum nytjaplantna og grænmetistegunda í landbúnaði. Tilskipunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 3/2023, frá 3. febrúar 2023. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 20, 9. mars 2023, bls. 280.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáð­vöru.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 15. september 2023.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Svava Pétursdóttir.


B deild - Útgáfud.: 18. september 2023