Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 532/2022

Nr. 532/2022 6. maí 2022

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu, nr. 281/2014, ásamt síðari breytingum.

1. gr.

Þvingunaraðgerðir.

Eftirfarandi töluliðir skulu bætast við 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar, í réttri númeraröð:

  3.50 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2022/582 frá 8. apríl 2022 um breytingu á ákvörðun 2014/145/SSUÖ um þvingunaraðgerðir með tilliti til aðgerða sem grafa undan eða ógna landamærahelgi, fullveldi og sjálfstæði Úkraínu, sbr. fylgiskjal 3.50.
  3.51 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2022/627 frá 13. apríl 2022 um breytingu á ákvörðun 2014/145/SSUÖ um þvingunaraðgerðir með tilliti til aðgerða sem grafa undan eða ógna landamærahelgi, fullveldi og sjálfstæði Úkraínu, sbr. fylgiskjal 3.51.
  3.52 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2022/660 frá 21. apríl 2022 um breytingu á ákvörðun 2014/145/SSUÖ um þvingunaraðgerðir með tilliti til aðgerða sem grafa undan eða ógna landamærahelgi, fullveldi og sjálfstæði Úkraínu, sbr. fylgiskjal 3.52.
  4.55 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2022/581 frá 8. apríl 2022 um framkvæmd reglu­gerðar (ESB) nr. 269/2014 um þvingunaraðgerðir með tilliti til aðgerða sem grafa undan eða ógna landamærahelgi, fullveldi og sjálfstæði Úkraínu, sbr. fylgiskjal 4.55.
  4.56 Reglugerð ráðsins (ESB) 2022/580 frá 8. apríl 2022 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 269/2014 um þvingunaraðgerðir með tilliti til aðgerða sem grafa undan eða ógna landamærahelgi, fullveldi og sjálfstæði Úkraínu, sbr. fylgiskjal 4.56.
  4.57 Reglugerð ráðsins (ESB) 2022/625 frá 13. apríl 2022 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 269/2014 um þvingunaraðgerðir með tilliti til aðgerða sem grafa undan eða ógna landa­mærahelgi, fullveldi og sjálfstæði Úkraínu, sbr. fylgiskjal 4.57.
  4.58 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2022/658 frá 21. apríl 2022 um framkvæmd reglu­gerðar (ESB) nr. 269/2014 um þvingunaraðgerðir með tilliti til aðgerða sem grafa undan eða ógna landamærahelgi, fullveldi og sjálfstæði Úkraínu, sbr. fylgiskjal 4.58.
  7.20 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2022/578 frá 8. apríl 2022 um breytingu á ákvörðun 2014/512/SSUÖ um þvingunaraðgerðir í ljósi aðgerða Rússlands sem grafa undan stöðug­leika í Úkraínu, sbr. fylgiskjal 7.20.
  8.12 Reglugerð ráðsins (ESB) 2022/576 frá 8. apríl 2022 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 833/2014 um þvingunaraðgerðir í ljósi aðgerða Rússlands sem grafa undan stöðug­leika í Úkraínu, sbr. fylgiskjal 8.12.
  9.1 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2022/628 frá 13. apríl 2022 um breytingu á ákvörðun 2022/266 um þvingunaraðgerðir til að bregðast við viðurkenningu á héruðunum Donetsk og Luhansk í Úkraínu, sem lúta ekki stjórn ríkisstjórnar og skipunum um að senda rússneskan herafla inn í þessi héruð, sbr. fylgiskjal 9.1.
  10.1 Reglugerð ráðsins (ESB) 2022/626 frá 13. apríl 2022 um breytingu á reglugerð ráðsins (ESB) 2022/263 um þvingunaraðgerðir til að bregðast við viðurkenningu á héruð­unum Donetsk og Luhansk í Úkraínu, sem lúta ekki stjórn ríkisstjórnar og skipunum um að senda rússneskan herafla inn í þessi héruð, sbr. fylgiskjal 10.1.

 

2. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þving­unaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi.

 

Utanríkisráðuneytinu, 6. maí 2022.

 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Martin Eyjólfsson.

 

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 6. maí 2022