Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 616/2019

Nr. 616/2019 27. júní 2019

AUGLÝSING
um samþykkt á nýju deiliskipulagi í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt nýja deiliskipulagsáætlun sem hér segir:

Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum.
Um er að ræða nýtt deiliskipulag í austurhlíðum Úlfarsfells sem nær yfir iðnaðarlóð fyrir vatns­geymi, þjónustuveg frá Skarhólabraut og lagnir neðanjarðar að og frá vatnsgeymi. Lóðin sem geymir­inn verður staðsettur á er 9.294 m². Heimilt verður að reisa tvo 440 m² vatnstanka og þjón­ustu­byggingu sem getur verið allt að 320 m². Aðkoman verður frá Skarhólabraut og mun hluti af aðkomu­veginum liggja við eða inn á núverandi reiðleið.
Einnig er í deiliskipulaginu skilgreind 5.000 m² lóð fyrir Skóræktarfélag Mosfellsbæjar sunnan Skarhóla­brautar, fyrir útivistar- og fræðslusetur, þar sem heimilt verður að byggja allt að 350 m².

Ofangreind ný deiliskipulagsáætlun hefur hlotið meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 27. júní 2019,

Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 28. júní 2019