Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1031/2012

Nr. 1031/2012 28. nóvember 2012
GJALDSKRÁ
fyrir fráveitugjald á Keflavíkurflugvelli.

1. gr.

Af öllum húseignum á skipulagssvæði A á Keflavíkurflugvelli skal greiða árlega fráveitu­gjald samkvæmt gjaldskrá þessari, sem skal varið til þess að standa straum af kostnaði við fráveitu Keflavíkurflugvallar, sbr. 17. gr. samþykktar um fráveitu á Keflavíkur­flugvelli, nr. 899/2010.

2. gr.

Álagningarstofn fráveitugjalds skal vera fasteignamat húsa, mannvirkja, lóða og landa, samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976, með síðari breytingum.

Fráveitugjald skal nema 0,30% af álagningarstofni. Sé ekkert mannvirki á lóð, greiðist ekki fráveitugjald. Gjalddagar fráveitugjalds skulu vera þeir sömu og stjórn Isavia ohf. vegna Keflavíkurflugvallar ákveður fyrir fasteignagjöld og skal innheimtu þess hagað á sama hátt og innheimtu annarra fasteignagjalda.

3. gr.

Fráveitugjald greiðist af skráðum eiganda fasteignar ef um eignarlóð er að ræða en af leigutaka ef um leigulóð er að ræða og bera þessir aðilar ábyrgð á greiðslu gjaldsins. Fráveitugjaldið má taka lögtaki og má gera lögtak í hinni skattskyldu eign án tillits til eigendaskipta. Nýtur fráveitugjaldið lögveðréttar í lóð og mannvirkjum næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði.

4. gr.

Í þeim tilvikum sem Isavia ohf. vegna Keflavíkurflugvallar nýtir heimild samkvæmt 16. gr. samþykkta um fráveitu sveitarfélagsins til að innheimta stofngjald, skal það nema kr. 156.000. Gjaldið skal breytast í janúar ár hvert m.v. byggingarvísitölu og skal grunn­vísitala vera byggingarvísitala í desember 2008, 478,8 stig.

5. gr.

Gjaldskrá þessi er samþykkt af stjórn Isavia ohf. með heimild í 3. mgr. 9. gr. laga nr. 76/2008 um stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar o.fl. og 5. gr. laga nr. 153/2009 um samruna opinberu hlutafélaganna Flugstoða og Keflavíkur­flugvallar, sbr. samþykkt um fráveitu á Keflavíkurflugvelli, nr. 899/2010, staðfestist hér með skv. 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breyt­ingum, til þess að öðlast gildi við álagningu gjalda á árinu 2013.

Samþykkt af stjórn Isavia ohf., 28. nóvember 2012.

Björn Óli Hauksson forstjóri.

B deild - Útgáfud.: 4. desember 2012