Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 708/2020

Nr. 708/2020 15. júlí 2020

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 48/2012 um sameiginlegar reglur um flugrekstur og flugþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins.

1. gr.

Við 9. gr. reglugerðarinnar bætist stafliður e sem orðast svo:

e.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/696 frá 25. maí 2020 um breytingu á reglu­gerð (EB) nr. 1008/2008 um sameiginlegar reglur um rekstur flugþjónustu í Banda­laginu með tilliti til heimsfaraldursins af völdum COVID-19, eins og hún er tekin upp í EES-samninginn, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2020 frá 18. júní 2020.

 

2. gr.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/696, sem nefnd er í 1. gr., er birt sem fylgi­skjal við reglugerð þessa.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 2. mgr. 3. gr., 57. gr. b., 80. gr., 85. gr. a., 7. mgr. 125. gr. og 146. gr. a., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 15. júlí 2020.

 

F. h. r.

Hermann Sæmundsson.

Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 16. júlí 2020