Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 392/2021

Nr. 392/2021 24. mars 2021

AUGLÝSING
um niðurfellingu skrásetningargjalda fyrir þá sem brautskrást frá Háskólanum á Akureyri í október 2021.

Þrátt fyrir ákvæði reglna fyrir Háskólann á Akureyri nr. 387/2009 og reglna um gjaldskrá Háskólans á Akureyri vegna þjónustu við nemendur og innheimtu og ráðstöfun skrásetningargjalds nr. 1211/2020 gildir eftirfarandi um skrásetningargjöld 2021:

Skrásetningargjöld stúdenta sem brautskrást frá Háskólanum á Akureyri í október 2021 verða felld niður. Ákvörðun þessi er aðgerð vegna COVID-19 til að tryggja að stúdentar sem þurfa að seinka brautskráningu árið 2021 hafi þann kost að brautskrást í október 2021 án greiðslu skrásetn­ingar­gjalda.

Auglýsing þessi, sem háskólaráð hefur samþykkt, er birt með stoð í lögum nr. 85/2008 um opin­bera háskóla, sbr. 24. gr. laganna, og taka ákvæði hennar þegar gildi.

 

Háskólanum á Akureyri, 24. mars 2021.

 

Eyjólfur Guðmundsson rektor.


B deild - Útgáfud.: 12. apríl 2021