Fyrir þjónustu sem byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar innir af hendi skal innheimta gjöld sem hér segir:
1. gr.
Byggingarleyfisgjald.
Innheimt skal eftirfarandi byggingarleyfisgjald fyrir hverja þá framkvæmd sem byggingarleyfi er gefið út fyrir, sbr. 51. gr. laga nr. 160/2010, um mannvirki. Innifalið í gjaldinu er lögboðin meðferð byggingarleyfisskyldra erinda, lóðarblöð, yfirferð teikninga, útsetning húss og reglubundið eftirlit eftir því sem við á.
Flokkur A: Íbúðarhúsnæði: |
|
Einbýlishús |
233.090 kr. |
Par-, rað-, tvíbýlis- og keðjuhús, gjald á hverja íbúð |
198.140 kr. |
Fjölbýlishús, gjald á hverja íbúð |
116.550 kr. |
Frístundahús |
116.550 kr. |
Flokkur B: Atvinnu-, þjónustu- og stofnanahúsnæði: |
|
Gólfflötur allt að 500 fermetrar |
233.090 kr. |
Gólfflötur á bilinu 500-1.000 fermetrar |
466.190 kr. |
Gólfflötur yfir 1.000 fermetrum |
699.280 kr. |
Flokkur C: Önnur hús, hvers konar viðbyggingar, bílageymslu- og gripahús: |
|
Nýbygging eða viðbygging allt að 40 fermetrar |
93.240 kr. |
Nýbygging eða viðbygging frá 40-100 fermetrum |
139.860 kr. |
Nýbygging eða viðbygging yfir 100 fermetrum |
233.090 kr. |
Flokkur D: Annað: |
|
Minniháttar breytingar á útliti, innra skipulagi, klæðningu utanhúss o.þ.h. |
46.620 kr. |
Meiriháttar breytingar á innra skipulagi húsnæðis, s.s. veggjum, lögnum o.þ.h. |
116.550 kr. |
2. gr.
Leyfisgjöld.
Stöðuleyfi hjólhýsa, báta og annarra muna skv. 1. gr. reglna Ísafjarðarbæjar um útgáfu stöðuleyfa (árgjald) |
29.650 kr. |
Stöðuleyfi gáma (árgjald) |
54.030 kr. |
Breyting á lóðarleigusamningi að beiðni lóðahafa |
18.830 kr. |
Breyting á lóðarblaði eða gerð nýs lóðarblaðs |
26.570 kr. |
Afgreiðslugjald byggingarfulltrúa |
13.840 kr. |
Úttekt vegna meistaraskipta |
14.120 kr. |
Úttekt vegna byggingarstjóraskipta |
58.120 kr. |
Lóðagjald |
41.520 kr. |
Yfirferð aðaluppdrátta |
36.950 kr. |
Tímavinnugjald við gerð úttekta vegna meistara- og byggingarstjóraskipta, sbr. 4. gr. gjaldskrárinnar |
22.010 kr. |
Endurnýjun byggingarleyfis |
13.840 kr. |
Leyfi til niðurrifs mannvirkja |
35.290 kr. |
Breyting á skráningu, sbr. 5. gr. gjaldskrárinnar |
35.990 kr. |
3. gr.
Vottorð.
Byggingarstig húsa |
34.090 kr. |
Afgreiðsla skráningartöflu |
37.060 kr. |
Afgreiðsla eignaskiptayfirlýsinga, gjald á eignarhlut |
56.250 kr. |
4. gr.
Tímavinnugjald byggingarfulltrúa.
Af viðameiri framkvæmdum er heimilt að innheimta tímavinnugjald af þeirri vinnu sem lagt er út í við gerð úttekta vegna meistara- og byggingarstjóraskipta.
5. gr.
Kostnaður skoðunarstofu.
Sé hönnun mannvirkis sérstaklega vandasöm og/eða umfangsmikil getur byggingarfulltrúi við meðferð byggingarleyfisumsóknar ákveðið að skoðunarstofa annist yfirferð hönnunargagna og úttektir á kostnað eiganda vegna framkvæmdar í heild eða að hluta, sbr. ákvæði í gr. 3.3.1 og 3.3.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
6. gr.
Samþykkt og gildistaka.
Gjaldskrá þessi er sett með heimild í 51. gr. laga nr. 160/2010, um mannvirki, með síðari breytingum.
Gjaldskráin öðlast gildi 1. janúar 2024 og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 1342/2022.
Samþykkt í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, 5. október 2023.
Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri.
|