Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 803/2015

Nr. 803/2015 8. september 2015

AUGLÝSING
um samþykkt breytinga á deiliskipulagi í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt eftirtaldar breytingar á deiliskipulagi:

Lóðin Bjarg við Varmá, breyting á deiliskipulagsskilmálum upphaflega samþykktum 21. janúar 2004, sem felst í því að heimil viðbygging stækkar úr 80 m² í 400 m² og hámarksbyggingarmagn á lóðinni eykst í 525 m². Tillaga að breytingunni var grenndarkynnt 7. apríl 2015, tvær athugasemdir bárust. Bæjarstjórn samþykkti tillöguna óbreytta 19. júní 2015.

Vefarastræti 15-19 og Gerplustræti 16-24, breytingar á deiliskipulagi 1. áfanga Helgafellshverfis, sem samþykkt var 13. desember 2006 og síðast breytt 20. maí 2015. Breytingar eru m.a. þær að áður gerð breyting á bílastæðum og lóðarmörkum við umferðartorg norðan lóðanna er látin ganga til baka, og að bílastæði eru sett ofan á bílakjallara á milli húsa við Gerplustræti og Vefarastræti. Tillaga að breytingunum var grenndarkynnt 7. maí 2015, ein athugasemd barst. Bæjarstjórn samþykkti tillöguna óbreytta 19. júní 2015.

Ofangreindar breytingar á deiliskipulagi hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og öðlast þær þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 8. september 2015,

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 10. september 2015