Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 624/2018

Nr. 624/2018 14. júní 2018

REGLUGERÐ
um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1181/2017 um stuðning í nautgriparækt.

1. gr.

a-liður 2. mgr. 9. gr. verður svohljóðandi: Þegar um er að ræða tilfærslu greiðslumarks milli lögbýla í eigu sama aðila. Tilfærsla greiðslumarks er þó aðeins heimil ef handhafi getur sýnt fram á með þinglýstu afsali að öll lögbýli sem tilfærsla greiðslumarksins varðar hafi verið skráð í hans eigu fyrir 15. júní 2018.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 81. gr. búvörulaga nr. 99/1993, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 14. júní 2018.

Kristján Þór Júlíusson

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Rebekka Hilmarsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 15. júní 2018