Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 913/2017

Nr. 913/2017 30. október 2017

AUGLÝSING
um samþykkt breytingar á deiliskipulagi í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi sem hér segir:

Deiliskipulag fyrir miðbæ Mosfellsbæjar, Háholt 20-24.
Breytingin felst í eftirfarandi:

Lóðarmörkum lóða 16-18 og 20-22 er breytt.
Lóðir 20-24 eru sameinaðar í eina lóð.
Í stað verslunar- og þjónustuhúss og fjölbýlishúss á lóðum nr. 22 og 24 er gert ráð fyrir þyrpingu fjögurra fjölbýlishúsa með þjónusturými á jarðhæð.
Í stað þriggja og fjögurra hæða bygginga er gert ráð fyrir 3-5 hæða byggingum.
Í stað 12 íbúða (á lóð Háholts 24) er gert ráð fyrir samtals 65 íbúðum á sameinuðum lóðum.
Nýjar íbúðir skulu vera fyrir 50 ára og eldri.
Bílastæðakröfu er breytt í 1,5 stæði á íbúð.

Ofangreind breyting á deiliskipulagi hefur hlotið meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 30. október 2017,

Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 31. október 2017