Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 929/2016

Nr. 929/2016 7. nóvember 2016

AUGLÝSING
um deiliskipulag í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt nýja deiliskipulagsáætlun og breytingu á deiliskipulagi sem hér segir:

Hraðastaðir.
Nýtt deiliskipulag sem fékk meðferð skv. 41. gr. skipulagslaga. Tillagan gerir ráð fyrir því að reisa tvö 45 m² hús á byggingrreit E2 fyrir þrifalega starfsemi. Húsin munu ætluð undir starfsemi fyrir fiskirannsóknir. Skipulagið var samþykkt í bæjarstjórn 26. október 2016. 

Snæfríðargata 1-21.
Breyting á deiliskipulagi sem fékk meðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Breytingartillagan gerir ráð fyrir 5 tveggja hæða fjölbýlishúsum, fjórum meðfram Snæfríðargötu og einu norðan við þau. Aðkoma að húsunum er um aðkomugötu sem liggur samsíða Snæfríðargötu á milli húsanna sem liggja út við Snæfríðargötu og hússins sem staðsett er á norðvesturhluta lóðarinnar. Í norðausturhluta heildarlóðar er gert ráð fyrir sameiginlegu leik- og útivistarsvæði. Aðkomugata og leik- og útivistarsvæði eru á sameiginlegri lóð í sameign og á ábyrgð allra íbúanna. Breytingin var samþykkt í bæjarstjórn 31. ágúst 2016.

Ofangreindar breytingar á deiliskipulagi hafa hlotið þá meðferð sem lög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 7. nóvember 2016,

Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 8. nóvember 2016