Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1508/2022

Nr. 1508/2022 21. desember 2022

GJALDSKRÁ
vatnsveitu í Fjallabyggð.

1. gr.

Gjaldskylda.

Fjallabyggð innheimtir gjald fyrir lagningu heimæðar skv. 5. gr. laga um vatnsveitur sveitar­félaga nr. 32/2004.

Jafnframt innheimtir sveitarfélagið vatnsgjald og notkunargjald skv. 6. og 7. gr. laganna.

 

2. gr.

Ráðstöfun gjalda.

Tekjum sveitarfélagsins vegna heimæðargjalds vatnsveitu skal varið til vatnsveituframkvæmda og skal gjaldið taka mið af gerð, stærð og lengd heimæða.

Vatnsgjald, ásamt öðrum tekjum vatnsveitu, skal standa undir rekstri vatnsveitunnar, þ.m.t. fjármagnskostnaði og fyrirhuguðum stofnkostnaði samkvæmt langtímaáætlun veitunnar.

 

3. gr.

Heimæðargjald vatnsveitu.

Þvermál heimæðar
pe – mm
Verð í kr. Verð í kr. pr. metra
umfram 30 metra
32 230.850   6.290
40 304.050   8.540
50 345.790   9.790
63 391.920 10.910
75 421.170 11.480
90 608.200 17.210

 

Gjöldin miðast við að ídráttarrör fyrir heimlagnir hafi verið lagt á frostfríu dýpi frá tengistað vatnsveitu Fjallabyggðar við lóðarmörk, að tengistað (inntaksstað) mannvirkis, og að lega og frá­gangur ídráttarrörsins hafi verið tekin út og samþykkt af starfsmönnum vatnsveitu.

Innifalið í heimæðargjaldi er allt að 30 metra lögn. Ef heimæð er lengri en 100 metrar þá skal samið sérstaklega um heimæðargjald. Heimæðargjald fyrir inntök > 90 mm er reiknað út hjá vatns­veitu Fjallabyggðar.

 

4. gr.

Aukagjöld vegna sérstakra aðstæðna.

Við sérstakar aðstæður, s.s. vegna frosts í jörðu og sprengingar á klöpp, skal greitt sérstakt álag er nemur 25% sem leggst ofan á heimæðargjald skv. 3 gr.

Þurfi að koma til dælingar vegna vatnsaga við lagningu heimæða, skal lóðarhafi greiða eftir­farandi:

  Vatnsdæla 3.930 kr./sólarhring
  Rafstöð fyrir dælu 5.730 kr./sólarhring

 

5. gr.

Vatnsgjald.

Árlega skal greiða vatnsgjald af öllum fasteignum í sveitarfélaginu sem tengdar hafa verið vatnsveitu. Álagningarstofn gjaldsins skal vera fasteignamat viðkomandi fasteigna. Fjárhæð gjalds­ins skal nema 0,275% af fasteignamati viðkomandi fasteignar, ásamt lóð.

 

6. gr.

Notkunargjald.

Þar sem vatn frá vatnsveitu er notað til atvinnustarfsemi eða annars en venjulegra heimilisþarfa skal innheimt sérstakt notkunargjald. Fjárhæð notkunargjalds er 17,90 kr. á rúmmetra vatns, skv. mælingu.

Reglur um afslætti til stórnotenda:

  Flokkur Magn Afsláttur
  Almennt gjald 100.000 m³     0%
  1. Afsláttarflokkur 100.000 - 250.000 m³    15%
  2. Afsláttarflokkur > 250.000 m³    25%

 

7. gr.

Mælaleiga.

Þeim sem skylt er að greiða notkunargjald skv. 6. gr. skulu látnir í té vatnsmælar. Notandi skal sjá fyrir aðstöðu fyrir mæli. Vatnsveitan er eigandi mælanna og skal greidd fyrir þá ársleiga sem hér segir:

  Stærð mælis Mælaleiga á ári
  að 20 mm   7.990 kr.
  20 – 24 mm 10.620 kr.
  25 – 31 mm 13.250 kr.
  32 – 39 mm 16.100 kr.
  40 – 49 mm 21.350 kr.
  50 – 74 mm 63.860 kr.
  75 – 99 mm 69.230 kr.
  100 mm og stærri 74.270 kr.

 

8. gr.

Gjald fyrir útselda vinnu starfsmanna í þjónustumiðstöð Fjallabyggðar er sem hér segir:

  Starfsmaður Verð pr./klst.
  Verkstjóri kr. 6.290 + vsk
  Vélamaður kr. 5.740 + vsk
  Iðnaðarmaður kr. 6.290 + vsk
  Verkamaður kr. 5.140 + vsk

 

9. gr.

Gjalddagar.

a) Heimæðargjald: Gjalddagi heimæðargjalds vatnsveitu miðast við útgáfu byggingarleyfis. Í þeim tilvikum þegar lóðarhafi, með samþykki skipulags- og umhverfisnefndar, nýtir lóð undir annað en byggingu miðast gjalddagi heimæðargjalds við tengingu heimæðar.
b) Vatnsgjald: Gjalddagar vatnsgjalds skulu vera þeir sömu og bæjarstjórn ákveður fyrir fasteigna­skatt og skal innheimtu þess hagað á sama hátt og innheimtu fasteignaskatts.
c) Notkunargjald: Gjalddagar notkunargjalds eru á fjögurra mánaða fresti. Eindagi er 20 dögum eftir gjalddaga.
d) Mælaleiga: Gjalddagi leigugjalds fyrir mæli er 1. febrúar. Eindagi er 20 dögum eftir gjalddaga.

 

10. gr.

Greiðsluskilmálar.

Heimilt er að semja um greiðslur heimæðargjalda vatnsveitu til allt að 18 mánaða frá gjalddaga. Allar greiðslur bera almenna bankavexti.

 

11. gr.

Innheimta o.fl.

Skráður eigandi fasteignar ber ábyrgð á greiðslu vatnsgjalds og heimæðargjalds en notandi, ef hann er annar en fasteignareigandi, ber ábyrgð á greiðslu notkunargjalds.

Gjöldin njóta lögveðsréttar í lóð og mannvirkjum í næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangs­rétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði.

Heimilt er að loka fyrir heimæðar hjá þeim sem vanrækja að greiða notkunargjald að undan­genginni skriflegri aðvörun.

Notkunargjald og leigugjald fyrir mæli, ásamt áföllnum kostnaði og vöxtum er heimilt að taka fjárnámi.

 

12. gr.

Uppfærsla.

Gjaldskrá þessa skal bæjarstjórn taka til endurskoðunar við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert.

 

13. gr.

Gildistaka.

Gjaldskrá þessi er sett af bæjarstjórn Fjallabyggðar með heimild í 10. gr. laga nr. 32/2004 um vatnsveitur sveitarfélaga, 11. gr. reglugerðar um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 401/2005 og III. kafla vatnalaga nr. 15/1923. Gjaldskráin öðlast gildi við birtingu í Stjórnartíðindum. Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá nr. 538/2022 fyrir vatnsveitu í Fjallabyggð.

Samþykkt í bæjarstjórn Fjallabyggðar 15. desember 2022.

 

Fjallabyggð, 21. desember 2022.

 

Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 28. desember 2022