1. gr.
Ákvæði 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Endurnotkun: Hvers kyns aðgerð þar sem vörur eða íhlutir, sem ekki eru úrgangur, eru notuð í sama tilgangi og þau voru ætluð til í upphafi.
Endurnýting: Aðgerð þar sem aðalútkoman er sú að úrgangur verður til gagns þar eð hann kemur í stað annars efniviðar sem hefði annars verið notaður í tilteknum tilgangi, eða hann er útbúinn til þeirrar notkunar, í stöðinni eða úti í hagkerfinu.
Endurvinnsla: Hvers kyns endurnýtingaraðgerð sem felst í því að endurvinna úrgangsefni í vörur, efnivið eða efni, hvort sem er til notkunar í upphaflegum tilgangi eða í öðrum tilgangi. Undir þetta fellur uppvinnsla á lífrænum efniviði, en ekki orkuvinnsla og uppvinnsla sem skilar efni sem á að nota sem eldsneyti eða til fyllingar.
Framleiðandi og innflytjandi rafhlaðna og rafgeyma: Aðili sem, óháð þeirri sölutækni sem er notuð,
- framleiðir og selur rafhlöður eða rafgeyma, eða
- flytur rafhlöður eða rafgeyma inn eða út úr landinu í atvinnuskyni.
Færanleg rafhlaða eða rafgeymir: Sérhver rafhlaða, hnapparafhlaða, rafhlöðupakki eða rafgeymir sem:
- eru innsigluð og
- unnt er að bera í hendi og
- er hvorki iðnaðarrafhlaða né rafgeymir né rafhlaða eða rafgeymir fyrir vélknúin ökutæki.
Förgun: Hvers kyns aðgerð sem er ekki endurnýting, jafnvel þótt aðgerðin hafi að auki í för með sér endurheimt efna eða orku.
Hnapparafhlaða: Sérhver lítil, kringlótt, færanleg rafhlaða eða rafgeymir sem er meiri um sig að þvermáli en hæð og er notuð í sérstökum tilgangi, svo sem í heyrnartæki, úr og smá raftæki.
Iðnaðarrafhlaða eða -rafgeymir: Sérhver rafhlaða eða rafgeymir sem er eingöngu ætlaður til notkunar í iðnaði eða til faglegrar notkunar eða sem notaður er í allar tegundir rafknúinna ökutækja.
Meðhöndlun úrgangs: Söfnun, geymsla, böggun, flokkun, flutningur, endurnotkun, endurnýting, pökkun og förgun úrgangs, þ.m.t. eftirlit með slíkri starfsemi og umsjón með förgunarstöðum eftir að þeim hefur verið lokað.
Móttökustöð: Staður og aðstaða þar sem tekið er við úrgangi til geymslu til lengri eða skemmri tíma, til umhleðslu, flokkunar eða annarrar meðhöndlunar. Þaðan fer úrgangurinn til förgunar eða nýtingar, eða honum er fargað á staðnum. Undir móttökustöð falla förgunarstaðir.
Notuð rafhlaða eða rafgeymir: Sérhver rafhlaða eða rafgeymir sem fellur undir skilgreiningu á úrgangi.
Rafhlaða eða rafgeymir: Uppspretta raforku sem myndast við beina umbreytingu efnaorku og samanstendur af einu einhlaði eða fleiri eða einu endurhlaði eða fleiri.
Rafhlaða eða rafgeymir fyrir vélknúin ökutæki: Sérhver rafhlaða eða rafgeymir sem notuð er til að ræsa vél, til lýsingar eða sem kveikjubúnaður.
Rafhlöðupakki: Sérhver samstæða af rafhlöðum eða rafgeymum sem eru tengd saman og/eða lokuð inni í ytra byrði og mynda fullbúna einingu sem notandanum er ekki ætlað að skipta eða opna.
Rafknúið handverkfæri: Sérhvert handverkfæri sem er knúið með rafhlöðu eða rafgeymi og er ætlað til viðhalds-, smíða- eða garðvinnu.
Söfnunarhlutfall: Hundraðshlutinn, á tilteknu almanaksári, sem fæst með því að deila þyngd færanlegra notaðra rafhlaðna og rafgeyma, sem safnað er á því almanaksári, í meðalþyngd færanlegra rafhlaðna og rafgeyma sem framleiðendur og innflytjendur setja á markað á því almanaksári og næstliðnum tveimur almanaksárum.
Söfnunarstöð (gámastöð): Staður og aðstaða þar sem tekið er við úrgangi frá almenningi og/eða smærri fyrirtækjum. Þaðan fer hann til endurnotkunar og endurnýtingar eða er fluttur til móttökustöðva.
Úrgangur: Hvers kyns efni eða hlutir sem handhafi úrgangs ákveður að losa sig við, ætlar að losa sig við eða er gert að losa sig við.
2. gr.
4. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Hlutverk stjórnvalda.
Hlutverk heilbrigðisnefnda er að:
|
a) |
hafa eftirlit með meðferð og merkingu rafhlaðna og rafgeyma svo og banni við tilteknum rafhlöðum og rafgeymum í starfsleyfisskyldri starfsemi sem heyrir undir þau starfsleyfi sem nefndin gefur út á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og upplýsa Umhverfisstofnun um niðurstöður eftirlitsins, á því formi sem stofnunin óskar eftir. |
Hlutverk Umhverfisstofnunar er:
|
a) |
að annast eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar, m.a. að hafa eftirlit með banni við tilteknum rafhlöðum og rafgeymum á markaði, sbr. 3. mgr. 5. gr. |
|
b) |
að hafa eftirlit með skyldum söluaðila, sbr. 3. mgr. 8. gr. |
|
c) |
að hafa eftirlit með framleiðendum og innflytjendum, sbr. 11. gr., og þeim aðilum sem ekki hafa starfsleyfi frá heilbrigðisnefnd, sbr. 3. mgr. 5. gr. |
|
d) |
að halda skrá yfir framleiðendur og innflytjendur, sbr. 10. gr. |
|
e) |
að vinna skýrslur um framkvæmd reglugerðar þessarar og ráðstafanir á grundvelli hennar, sbr. 18. gr. |
|
f) |
beiting þvingunarúrræða, sbr. 19. gr. |
Hlutverk Úrvinnslusjóðs er að:
|
a) |
tryggja upplýsingagjöf framleiðenda og innflytjenda, sbr. 7. gr., |
|
b) |
tryggja meðhöndlun notaðra rafhlaðna og rafgeyma, sbr. 9. gr., |
|
c) |
ná söfnunarhlutfalli, sbr. 12. gr., |
|
d) |
gera skýrslu um söfnunarhlutfall, sbr. 12. gr., |
|
e) |
tryggja meðhöndlun notaðra rafhlaðna og rafgeyma, sbr. 14. gr., |
|
f) |
gera skýrslu um endurvinnslustig, sbr. 14, gr., |
|
g) |
hvetja til nýrrar tækni við endurvinnslu, sbr. 15. gr. og |
|
h) |
að veita Umhverfisstofnun nauðsynlegar upplýsingar og aðstoð við gerð skýrslu um framkvæmd reglugerðar þessarar og ráðstafanir á grundvelli hennar, sbr. 18. gr. |
3. gr.
5. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Takmarkanir.
Óheimilt er að framleiða, flytja inn, selja eða nota:
|
a) |
rafhlöður og rafgeyma sem innihalda meira en 0,0005% af kvikasilfri miðað við þyngd, hvort sem þau eru hluti af tækjum eða ekki, og |
|
b) |
færanlegar rafhlöður og rafgeyma sem innihalda meira en 0,002% af kadmíum miðað við þyngd, að meðtöldum þeim sem eru hluti af tækjum. |
Bannið sem sett er fram í b-lið 1. mgr., gildir ekki um færanlegar rafhlöður eða rafgeyma sem ætluð eru til nota í:
|
a) |
neyðar- og viðvörunarkerfi, að meðtöldum neyðarlýsingum eða |
|
b) |
lækningabúnað. |
Óheimilt er að setja á markað rafhlöður og rafgeyma sem uppfylla ekki skilyrði þessarar reglugerðar.
4. gr.
10. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Skrá yfir framleiðendur og innflytjendur.
Umhverfisstofnun skal halda skrá yfir framleiðendur og innflytjendur rafhlaðna og rafgeyma.
Skrá yfir framleiðendur og innflytjendur rafhlaðna og rafgeyma skal innihalda eftirfarandi, eftir því sem við á:
- nafn framleiðanda og innflytjanda og kennitölu hans,
- heiti fyrirtækis,
- heimilisfang framleiðanda og innflytjanda, símanúmer og netfang,
- nafn tengiliðar og netfang hans,
- upplýsingar um hvaða tegund rafhlaðna og rafgeyma framleiðandi og innflytjandi setur á markað, ásamt upplýsingum um vörumerki,
- dagsetningu skráningar og
- yfirlýsingu framleiðanda og innflytjanda um að framangreindar upplýsingar séu réttar.
Umhverfisstofnun skal uppfæra skrá yfir framleiðendur og innflytjendur rafhlaðna og rafgeyma reglulega, svo sem til að bæta við nýjum framleiðendum og innflytjendum, breyta upplýsingum um framleiðendur og innflytjendur eða afskrá framleiðendur og innflytjendur.
5. gr.
Á eftir 18. gr. kemur ný grein er verður 18. gr. a. svohljóðandi:
Eftirlit með framleiðendum og innflytjendum rafhlaðna og rafgeyma.
Umhverfisstofnun hefur eftirlit með framleiðendum og innflytjendum rafhlaðna og rafgeyma. Í því felst m.a. að hafa eftirlit með því að:
|
a) |
seljendur rafhlaðna og rafgeyma taki við notuðum rafhlöðum og rafgeymum á sölu- eða dreifingarstað, sbr. 3. mgr. 8. gr., |
|
b) |
framleiðendur og innflytjendur rafhlaðna og rafgeyma taki við notuðum rafhlöðum og rafgeymum séu þeir smásöluaðilar, sbr. 3. mgr. 8. gr., |
|
c) |
framleiðendur og innflytjendur rafhlaðna og rafgeyma séu skráðir í skráningarkerfi, sbr. 10. gr., |
|
d) |
framleiðendur og innflytjendur rafhlaðna og rafgeyma merki rafhlöður í samræmi við 1. mgr. 11. gr. og 3.-5. mgr. 11. gr. Einnig samkvæmt 2. mgr. 11. gr. hjá þeim aðilum sem ekki hafa starfsleyfi frá heilbrigðisnefnd og |
|
e) |
framfylgja banni skv. 5. gr. hjá þeim aðilum sem ekki hafa starfsleyfi frá heilbrigðisnefnd. |
Umhverfisstofnun er heimilt að óska eftir upplýsingum frá tollstjóra og ríkisskattstjóra um heildarmagn, magn í einstökum flokkum, sbr. 34. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, og magn frá einstökum framleiðendum og innflytjendum rafhlaðna og rafgeyma vegna framleiðslu og innflutnings á rafhlöðum og rafgeymum sem falla undir áðurnefnd lög.
Til að sannreyna framleiðslu-, innflutnings- og sölumagn rafhlaðna og rafgeyma er Umhverfisstofnun heimilt að óska eftir gögnum um sölu rafhlaðna og rafgeyma úr bókhaldi framleiðanda og innflytjanda, sbr. 3. mgr. 37. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Umhverfisstofnun er bundin þagnarskyldu um atriði er varða framleiðslu- og verslunarleynd. Sama gildir um atriði sem hún fær vitneskju um og leynt skulu fara samkvæmt lögum og eðli máls.
6. gr.
Við reglugerðina bætist við ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi:
Þrátt fyrir a-lið 1. mgr. 5. gr. er heimilt að selja hnapparafhlöður sem innihalda minna en 2% af kvikasilfri miðað við þyngd og sem settar hafa verið í sölu við útgáfu reglugerðar þessarar, til 1. júlí 2017.
Þrátt fyrir b-lið 1. mgr. 5. gr. er heimilt að selja færanlegar rafhlöður eða rafgeyma sem ætlað er til nota í rafknúin handverkfæri til 1. júlí 2017. Heimilt er að selja framangreindar rafhlöður eða rafgeyma sem settar hafa verið í sölu fyrir 1. júlí 2017 til 1. júlí 2018.
7. gr.
Innleiðing.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/56/ESB frá 20. nóvember 2013 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/66/EB um rafhlöður og rafgeyma og notaðar rafhlöður og rafgeyma að því er varðar setningu á markað á færanlegum rafhlöðum og rafgeymum, sem innihalda kadmíum, til notkunar í vélknúin, snúrulaus handverkfæri og á hnapparafhlöðum með lítið kvikasilfursinnihald og um niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/603/EB.
8. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með stoð í y-lið 43. gr., sbr. 33.-37. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, og 1. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.
Jafnframt er reglugerðin sett að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi haghafa, sbr. ákvæði 1. mgr. 43. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs og 2. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 23. nóvember 2015.
F. h. r.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.
|