Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 415/2023

Nr. 415/2023 14. apríl 2023

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands.

1. gr.

Í stað orðanna „diplómanám í félagsráðgjöf“ í 1. málslið 12. mgr. 86. gr. reglnanna koma orðin: diplóma­nám í áfengis- og vímuefnamálum.

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 94. gr. reglnanna:

  1. Við upptalningu kennslugreina í 1. mgr. bætast orðin: Til M.Acc.-prófs í reikningsskilum og endurskoðun.
  2. Á eftir 10. mgr. bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:
      Skipan M.Acc.-náms í reikningskilum og endurskoðun miðast við þrjú misseri. Námið er 90 einingar. Deildin setur nánari reglur um inntökuskilyrði og námskröfur sem birtar eru í kennsluskrá.

 

3. gr.

Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar í samræmi við lög nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.

 

Háskóla Íslands, 14. apríl 2023.

 

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 28. apríl 2023