Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 6/2020

Nr. 6/2020 27. janúar 2020

AUGLÝSING
um upphaf aðlögunartímabils vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

Aðlögunartímabil skv. 3. gr. laga nr. 121/2019 um ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópu­sambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu hefst þann 1. febrúar nk. Aðlögunar­tímabilið mun gilda til og með 31. desember 2020, nema að auglýst verði um framlengingu þess.

Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.

 

Utanríkisráðuneytinu, 27. janúar 2020.

 

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Sturla Sigurjónsson.


A deild - Útgáfud.: 30. janúar 2020