Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 563/2018

Nr. 563/2018 29. maí 2018

AUGLÝSING
um breytingu á gjaldskrá Orkuveitu Húsavíkur nr. 1063/2009, með síðari breytingum.

Samkvæmt lögum um stofnun einkahlutafélags um Orkuveitu Húsavíkur nr. 13/2005, reglugerð um Orkuveitu Húsavíkur ohf., nr. 1227/2012 og orkulögum, nr. 58/1967, hefur ráðuneytið staðfest eftirfarandi breytingu á gjaldskrá Orkuveitu Húsavíkur, er taka á gildi 1. júní 2018.

5. gr. gjaldskrárinnar verður svohljóðandi:

HEITT VATN

Notkun.

Almenn notkun.

Veitusvæði Taxti Hitastig Verð án vsk. 2% skattur Samtals með 11% vsk.  
Húsavík og Reykja­hverfi H50 80°C < 119,94 2,4 135,8 kr./m³
H51 70°C 95,95 1,9 108,6 kr./m³
H52 65°C 83,96 1,7 95,1 kr./m³
H53 60°C 79,16 1,6 89,6 kr./m³
H54 55°C 59,97 1,2 67,9 kr./m³
H55 50°C  > 35,98 0,7 40,7 kr./m³
   
Aðaldalur og Kinn H61 65°C < 143,47 2,9 162,4 kr./m³
H62 60°C 114,77 2,3 129,9 kr./m³
H63 55°C 97,43 1,9 110,3 kr./m³
H64 50°C 72,39 1,4 82,0 kr./m³
H65 45°C 57,91 1,2 65,6 kr./m³
H66 45°C > 46,07 0,9 52,2 kr./m³

Heimilt er að miða innheimtu skatts af heitu vatni við áætlaða sölu.

Greiða skal í ríkissjóð 2% skatt af heitu vatni.

Virðisaukaskattur er 11% af vatni til húshitunar. Sérmæld snjóbræðsla ber 24% vsk.

Upplýsingar um hitaleiðrétta taxta fást á skrifstofu Orkuveitunnar.

Fast gjald.

Veitusvæði   Stærð mælis Verð án vsk. 2% skattur Verð með 11% vsk.

 

Húsavík og Reykjahverfi Fast verð 15 til 20 mm 17.437 348,7 19.742 kr./ár
Fast verð 25 til 50 mm 61.041 1.220,8 69.111 kr./ár
Fast verð 65 mm og stærri 112.156 2.243,1 126.983 kr./ár
   
Veitusvæði   Stærð mælis Verð án vsk. 2% skattur Verð með 11% vsk.  
Aðaldalur og Kinn Fast verð 15 til 20 mm 22.637 452,7 25.629 kr./ár
Fast verð 25 til 50 mm 80.350 1.607,0 90.972 kr./ár
Fast verð 65 mm og stærri 144.084 2.881,7 163.132 kr./ár

Fast gjald miðast við stærð mælis og er óháð notkun.

Iðnaðarvatn.

Stærri notendur þar sem heitt vatn er notað sem beinn framleiðsluþáttur, geta sótt um að kaupa vatn á 25% verði.

Annað.

Grunnverð fyrir sumarhús, fjárhús, hesthús og sambærileg hús er fast gjald - minnsta notkun á heitu vatni er 350 m³/ár.

Heimlögn.

Virðisaukaskattur reiknast 11% á heimæðargjöld fyrir heimæðar til húshitunar en 24% á heim­æðar­gjöld til annarra nota.

M.v. stál M.v. PEX Án vsk.   Með 11% vsk.  
DN15 20 mm 348.292 kr. 386.604 kr.
DN20 25 mm 409.207 kr. 454.219 kr.
DN25 32 mm 474.031 kr. 526.174 kr.
DN32 40 mm 560.265 kr. 621.894 kr.
DN40 50 mm 647.650 kr. 718.892 kr.
Breyting Samkvæmt kostnaði        

Verði heildarlengd heimæðar meiri en 20 m er greitt 2% lengdargjald fyrir hvern metra umfram 20 m.

Annað

  Verð án vsk. 11% vsk. 24% vsk.
Ídráttarrör vantar eða ónothæft 9.011 kr./m   11.174 kr./m
Frostálag vegna heimlagnar 2.704 kr./m   3.353 kr./m
Álestur 1.421 kr. 1.577 kr. 1.762 kr.
Lokun (vegna vanskila) 4.691 kr. 5.207 kr. 5.817 kr.
Innheimtugjald (þeir viðskipta­vinir sem nota boðgreiðslur eða eru í beingreiðslu borga ekki innheimtugjald og fá ekki senda innheimtuseðla, en geta nálgast þá í heimabanka) 254 kr. 280 kr. 315 kr.

Virðisaukaskattur á þjónustugjöld er mismunandi, 11% eða 24% og ákvarðast af vsk. stigi við­komandi veitutaxta.

Skýringar

Greiða skal fyrir hverja heimlögn sem tengir húsveitu við dreifikerfi OH, og skal greitt þegar umsókn hefur verið samþykkt hjá OH.  Afstöðumynd er sýnir allar lagnir skal fylgja umsókn.

Verðskrá miðast við að ídráttarrör fyrir heimlögn hafi verið lagt á frostfríu dýpi, frá tengistað OH við lóðamörk að inntaksstað mannvirkis, og frágangur hafi verið tekinn út og samþykktur af OH.

Vanti ídráttarrör eða að ídráttarrör reynist ónothæft greiðist aukagjald samkvæmt „Annað, sam­eigin­­legt“.

Inntaksbeygja fyrir heitt vatn fæst afhent hjá OH.

Rörastærðir sem lagðar eru að lóðarmörkum skulu vera:

Sverleiki ídráttarröra

Hitaveita
  Heimæð Ídráttarrör
  DN 15 110
  DN 20 110
  DN 25 125

Óski eigandi húsveitu eftir að heimlögn sé lögð þegar frost er í jörðu, skal hann greiða auka­gjald samkvæmt „Annað, sameiginlegt“.

Sé fyrirsjáanlegt, vegna fjarlægðar eða annarra aðstæðna, að kostnaður við heimlögn verði meira en 50% hærri en gildandi verðskrá segir til um, skal notandi greiða þann kostnað sem er umfram 50% samkvæmt nánari ákvörðun OH. Þetta ákvæði gildir einnig þegar heimlögn er stækkuð.

Þegar heimlögn er stækkuð, skal greiða fullt verð fyrir hina nýju heimlögn að frádregnu hálfu gjaldi hinnar fyrri heimlagnar, hvort tveggja miðað við gildandi verðskrá þegar breytingin fer fram.

Heimilt er þó að lækka verðið, eða fella niður, þegar sérstakar aðstæður mæla með því að mati OH.

Húseigandi/notandi kostar breytingar á heimæðum sem nauðsynlegar eru vegna framkvæmda hans og greiðir fyrir það samkvæmt kostnaði.

Sé óskað eftir aukamæli á heimlögn skal staðsetja mælinn í sama rými og aðalmæli og sem næst inntaksstað.

Óski notandi eftir stærri heimlögn en getið er í verðskrá, er gerður um það sérstakur samningur.

Við inntaksstað á heitu og köldu vatni skal vera niðurfall.

Gjalddagi reikninga er 15. hvers mánaðar og eindagi fyrsta næsta mánaðar.

Dráttarvextir reiknast eftir eindaga, frá gjalddaga.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 29. maí 2018.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Kristján Skarphéðinsson.

Hreinn Hrafnkelsson.


B deild - Útgáfud.: 31. maí 2018