Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 393/2022

Nr. 393/2022 31. mars 2022

AUGLÝSING
um (1.) breytingu á auglýsingu nr. 44/2022 um gjaldskrá Fiskistofu.

1. gr.

Við 14. gr. gjaldskrárinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Heimilt er að taka þjónustugjald vegna kostnaðar sem fellur til hjá Fiskistofu vegna úrvinnslu aflaskráninga. Inn í þjónustugjaldið skal reikna laun starfsmanns Fiskistofu við yfirferð og skráningu á aflaupplýsingunum og kostnað vegna umsýslu.

Fyrir úrvinnslu á aflaupplýsingum á öðru formi en með vefþjónustu sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 298/2020, með síðari breytingum, skal greiða:

  1. Fyrir úrvinnslu á afladagbók í gegnum skráningarform sem yrði sett á vefsíðu Fiskistofu, og aflaupplýsingum skilað fyrir hvern dag með rafrænni undirritun áður en veiðiferð lýkur, skal greiða 898 kr.
  2. Fyrir úrvinnslu vegna skila á pappír fyrir hvern dag skal greiða 2.050 kr.

 

2. gr.

Auglýsing þessi um breytingu á gjaldskrá, sem sett er með stoð í 5. gr. laga nr. 36/1992, um Fiskistofu öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 31. mars 2022.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 4. apríl 2022