Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1647/2022

Nr. 1647/2022 19. desember 2022

GJALDSKRÁ
fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa af lögbýlum í Borgarbyggð.

1. gr.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar leggur á gjald til að mæta kostnaði við söfnun og eyðingu dýraleifa skv. 11. gr. samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Borgarbyggð nr. 898/2022. Í samræmi við lög um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum, ber sveitarfélaginu að taka við þeim úrgangi sem til fellur í sveitarfélaginu og færa hann til viðeigandi meðhöndlunar.

 

2. gr.

Förgunargjaldið byggist á fjölda búfjár á lögbýlum í sveitarfélaginu miðað við búfjárskýrslur Bún­aðar­stofu og verður innheimt með fasteignagjöldum. Miðað er við að dýrahræ séu sótt reglu­lega til bænda og komið í viðeigandi meðhöndlun.

 

3. gr.

Gjald fyrir söfnun og förgun dýraleifa í Borgarbyggð verður sem hér segir:

Grunngjald 29.945 kr. á öll lögbýli þar sem haldnar eru skepnur.

Því til viðbótar leggst gjald á hvern grip:

Sauðfé 138 kr.
Nautgripir 446 kr.
Hross 443 kr.
Hænsn 2 kr.

 

4. gr.

Gjaldskrá þessi, sem samþykkt á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar 7. desember 2022, er samin með heimild í 23. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003 og ákvæði 59. gr. laga um hollustu­hætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998.

Gjaldskráin öðlast þegar gildi og fellur þá úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 1714/2021.

 

Borgarnesi, 19. desember 2022.

 

Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 4. janúar 2023