Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1087/2021

Nr. 1087/2021 22. september 2021

REGLUR
um vörpun lánshæfismats við útreikning á eiginfjárkröfum vegna útlánaáhættu og verðbréfunar.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um fjármálafyrirtæki sem reikna eiginfjárkröfur vegna útlánaáhættu á grund­velli staðalaðferðar í samræmi við 2. kafla, bálk II í III. hluta reglugerðar um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja, nr. 233/2017, sbr. lög um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. Reglurnar gilda einnig um fjármálafyrirtæki sem reikna eiginfjárkröfur fyrir verðbréfaðar stöður í samræmi við 5. kafla, bálk II í III. hluta sömu reglu­gerðar.

 

2. gr.

Vörpun lánshæfiseinkunna lánshæfismatsfyrirtækja yfir í þrep útlánagæða.

Fjármálafyrirtæki sem reiknar eiginfjárkröfur vegna útlánaáhættu skal varpa lánshæfiseinkunn frá lánshæfismatsfyrirtæki yfir í þrep útlánagæða samkvæmt ákvæðum reglugerðar framkvæmda­stjórnar­innar (ESB) 2016/1799, með síðari breytingum, sbr. 3. gr.

Fjármálafyrirtæki sem reiknar eiginfjárkröfur vegna verðbréfunar skal varpa lánshæfiseinkunn frá lánshæfismatsfyrirtæki yfir í þrep útlánagæða samkvæmt ákvæðum reglugerðar framkvæmda­stjórnarinnar (ESB) 2016/1801, sbr. 3. gr.

 

3. gr.

Innleiðing reglugerða.

Með reglum þessum öðlast eftirtaldar reglugerðir gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1799 frá 7. október 2016, um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar vörpun lánshæfiseinkunna lánshæfis­mats­­fyrirtækja vegna útlánaáhættu í samræmi við 1. og 3. mgr. 136. gr. reglugerðar Evrópu­­þings­ins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 82/2019 frá 29. mars 2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020, bls. 71.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1801 frá 11. október 2016, um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar vörpun lánshæfiseinkunna lánshæfis­mats­­fyrirtækja vegna verðbréfunar í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 82/2019 frá 29. mars 2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­­sambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020, bls. 71.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/634 frá 24. apríl 2018 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/1799 að því er varðar vörpunartöflur sem sýna hvernig mat á útlánaáhættu utanaðkomandi lánshæfismatsfyrirtækja samsvarar láns­hæfis­þrepunum sem sett eru fram í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 83/2019 frá 29. mars 2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópu­sambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020, bls. 77. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020, bls. 388-394.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2028 frá 29. nóvember 2019 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/1799 að því er varðar vörpunartöflur sem sýna hvernig mat á útlánaáhættu utanaðkomandi lánshæfismatsfyrirtækja samsvarar láns­hæfis­þrepunum sem sett eru fram í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 114/2021 frá 19. mars 2021.

Með vísan til heimildar í ákvæði til bráðabirgða III í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. lög nr. 57/2015, vísar Seðlabanki Íslands til birtingar enskrar útgáfu af reglugerðum fram­kvæmda­stjórnarinnar (ESB) 2016/1799, 2016/1801 og 2019/2028 í Stjórnartíðindum Evrópu­sambands­ins (e. Official Journal of the European Union):

  1. https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32016R1799, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 275, þann 12. október 2016, bls. 3-18;
  2. https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32016R1801, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 275, þann 12. október 2016, bls. 27-33;
  3. https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32019R2028, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 313, þann 4. desember 2019, bls. 34-40.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með heimild í b-lið 3. mgr. 117. gr. b laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, öðlast þegar gildi. Með gildistöku þeirra falla úr gildi reglur nr. 963/2017 um tækni­lega staðla um vörpun lánshæfismats við útreikning á eiginfjárkröfum á grundvelli staðalaðferðar og vegna verðbréfunar.

 

Seðlabanka Íslands, 22. september 2021.

 

  Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri.
Rannveig Júníusdóttir
framkvæmdastjóri.

B deild - Útgáfud.: 30. september 2021