Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 190/2022

Nr. 190/2022 28. janúar 2022

REGLUGERÐ
um kostnaðarvigtir og einingarverð í tengslum við samninga um þjónustutengda fjármögnun í heilbrigðisþjónustu.

1. gr.

Einingarverð fyrir hverja DRG einingu er 1.077.425 kr. Með einingarverði er átt við meðal­verð þeirrar þjónustu sem fellur undir DRG hluta nýs fjármögnunarmódels þjónustutengdrar fjár­mögnunar. Einingarverð er án umframkostnaðar vegna útlaga og eru afskriftir af tækjum og búnaði meðtaldar í einingarverði. Fasteignakostnaður og hlutur sjúklings er ekki innifalinn í einingarverðinu né beinn kennslu- og vísindakostnaður.

 

2. gr.

Kostnaðarvigtir fyrir hvern DRG flokk ásamt legudagamörkum vegna útlaga eru í samræmi við fylgiskjal með reglugerð þessari.

 

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3. mgr. 39. gr. og 55. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkra­tryggingar, tekur þegar gildi.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 28. janúar 2022.

 

Willum Þór Þórsson
heilbrigðisráðherra.

Ásta Valdimarsdóttir.

 

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 15. febrúar 2022