Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1016/2016

Nr. 1016/2016 11. nóvember 2016

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 140/2014 um meistaranám við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. II. liðar 17. gr. reglnanna:

  1. málsl. orðast svo: Til að innritast í meistaranám í sjúkraþjálfun þarf stúdent að hafa lokið BS‑prófi í sjúkraþjálfunarfræðum.
  2. eftir 4. málsl. bætist við nýr málsliður, svohljóðandi: Aðgangur nemenda að MS-námi í sjúkra­þjálfun er háður sérstökum fjöldatakmörkunum sem háskólaráð samþykkir.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. reglnanna:

3. og 4. málsl. 2. mgr. II. liðar orðast svo:

  1. Aðgangur nemenda að MS-námi í sálfræði er háður því að viðeigandi aðstaða og leið­bein­andi sé fyrir hendi. Aðgangur nemenda að cand. psych.-námi í sálfræði og MS-námi í hag­nýtri sálfræði er háður sérstökum fjöldatakmörkunum sem háskólaráð samþykkir.
  2. 1. málsl. 1. mgr. III. liðar orðast svo: Nám til prófgráðunnar MS í sálfræði er 120 einingar að loknu BS-prófi.
  3. Á eftir 2. mgr. III. liðar bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:
      Nám til prófgráðunnar MS í hagnýtri sálfræði er 120 einingar að loknu BS-prófi. Námskeið, málstofur, lesnámskeið, starfsþjálfun, þjálfunar- og sérverkefni skulu svara til 60-90 eininga og meistaraverkefni til 30-60 eininga. Þrjú kjörsvið eru við námsleiðina og er skipulag þeirra ólíkt. Stúdentar skulu vera í fullu námi og er námstími tvö ár (fjögur misseri). Skilgreindur hluti námsins getur farið fram að sumri að loknum prófum á öðru námsmisseri. Unnt er að sækja um leyfi deildar til að ljúka námi á lengri tíma en fjórum misserum. Til að útskrifast með prófgráðuna MS í hagnýtri sálfræði þarf vegin meðaleinkunn stúdents í námskeiðum þar sem einkunn er gefin að vera 7,0 eða hærri.

3. gr.

Reglur þessar eru settar af háskólaráði með heimild í 3. mgr. 18. gr. laga um opinbera háskóla nr. 85/2008. Reglurnar hafa verið samþykktar af læknadeild, sálfræðideild og stjórn heil­brigðis­vísinda­sviðs, auk Miðstöðvar framhaldsnáms, sbr. 66. og 69. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Reglurnar öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 11. nóvember 2016.

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 25. nóvember 2016