1. gr.
Í stað orðanna „af frumgreinasviði“ í 1. mgr. 3. gr., 1. mgr. 4. gr., 1. mgr. 7. gr., 1. mgr. 8. gr., 1. mgr. 11. gr., 1. mgr. 12. gr., 1. mgr. 19. gr., 1. mgr. 20. gr., 1. mgr. 21. gr. og 1. mgr. 21. gr. a. reglnanna kemur: frá háskólagrunni.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 5. gr. reglnanna:
- Í stað orðanna „af frumgreinasviði“ í 2. málsl. kemur: frá háskólagrunni.
- Í stað orðsins „viðskiptafræði“ í lok 3. málsl. kemur: hagfræði.
- 4. málsl. fellur brott.
3. gr.
2. mgr. 6. gr. reglnanna fellur brott.
4. gr.
Á eftir 2. málsl. 1. mgr. 14. gr. reglnanna bætist við nýr málsliður, svohljóðandi: Lokapróf frá háskólabrú Keilis telst sambærilegt stúdentsprófi, enda hafi viðkomandi stundað nám við verk- og raunvísindadeild háskólabrúar.
5. gr.
22. gr. reglnanna, um almenn ákvæði, breytist og orðast svo:
Til að hefja nám við deildir verkfræði- og náttúruvísindasviðs skal umsækjandi hafa lokið stúdentsprófi, sbr. 1. gr., eða sambærilegu prófi. Lokapróf frá háskólabrú Keilis og háskólagrunni Háskólans í Reykjavík teljast sambærileg stúdentsprófi.
Umsækjendur sem hafa brautskráðst með BS/BA eða sambærilega háskólagráðu í hvaða grein sem er frá viðurkenndum háskóla uppfylla skilyrði til að innritast í grunnnám í deildum verkfræði- og náttúruvísindasviðs. Athygli er vakin á því að grunnnám við sviðið fer að mestu fram á íslensku.
Frekari tilmæli deilda verkfræði- og náttúruvísindasviðs eru tilgreind í 23.-28. gr.
6. gr.
23. gr. reglnanna, um iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, breytist og orðast svo:
Fyrir nám í verkfræði og tölvunarfræði er sterklega mælt með að umsækjandi hafi lokið að minnsta kosti 35 fein. í stærðfræði, þar af 20 fein. á þriðja þrepi, og 40 fein. í náttúrufræðigreinum á öðru og/eða þriðja þrepi, þar af minnst 10 fein. í eðlisfræði, helst á þriðja þrepi, og 10 fein. í efnafræði.
7. gr.
24. gr. reglnanna, um jarðvísindadeild, breytist og orðast svo:
Fyrir nám í jarðvísindadeild er sterklega mælt með að umsækjandi hafi lokið að minnsta kosti 35 fein. í stærðfræði, þar af 20 fein. á þriðja þrepi, og 40 fein. í náttúrufræðigreinum á öðru og/eða þriðja þrepi, þar af minnst 10 fein. í eðlisfræði, helst á þriðja þrepi, 10 fein. í efnafræði og 10 fein í jarðfræði.
8. gr.
25. gr. reglnanna, um líf- og umhverfisvísindadeild, breytist og orðast svo:
Æskilegur undirbúningur fyrir nám í líffræði eru 35 fein. í stærðfræði, þar af a.m.k. 10 fein á þriðja þrepi, og 50 fein. í náttúrufræðigreinum, þar af a.m.k. 10 fein. í eðlisfræði, 10 fein. í efnafræði og 10 fein. í líffræði.
9. gr.
26. gr. reglnanna, um rafmagns- og tölvuverkfræðideild, breytist og orðast svo:
Fyrir nám í verkfræði er sterklega mælt með að umsækjandi hafi lokið að minnsta kosti 35 fein. í stærðfræði, þar af 20 fein. á þriðja þrepi, og 40 fein. í náttúrufræðigreinum á öðru og/eða þriðja þrepi, þar af minnst 10 fein. í eðlisfræði, helst á þriðja þrepi, og 10 fein. í efnafræði.
Umsækjendur um nám í tæknifræði sem stundað hafa nám á framhaldsskólastigi geta öðlast rétt til undanþágu frá framangreindum skilyrðum með því að þreyta stöðumat. Við mat á undanþágu er jafnframt tekið mið af starfsreynslu úr atvinnulífinu. Í öllum tilvikum þurfa undanþágur að fara samkvæmt ákvæðum sameiginlegra reglna háskólans og nánari ákvörðunum háskólaráðs.
Umsækjendur sem uppfylla skilyrði um undanþágu þurfa að:
- Sitja undirbúningsnámskeið í stærðfræði á haustmisseri fyrsta árs.
- Ljúka undirbúningsnámskeiðum til að öðlast rétt til áframhaldandi náms á vormisseri fyrsta árs.
10. gr.
27. gr. reglnanna, um raunvísindadeild, breytist og orðast svo:
Fyrir nám í raunvísindadeild er sterklega mælt með að umsækjandi hafi lokið að minnsta kosti 35 fein. í stærðfræði, þar af 20 fein. á þriðja þrepi, og 40 fein. í náttúrufræðigreinum á öðru og/eða þriðja þrepi, þar af minnst 10 fein. í eðlisfræði, helst á þriðja þrepi, og 10 fein. í efnafræði.
11. gr.
28. gr. reglnanna, um umhverfis- og byggingarverkfræðideild, breytist og orðast svo:
Fyrir nám í verkfræði er sterklega mælt með að umsækjandi hafi lokið að minnsta kosti 35 fein. í stærðfræði, þar af 20 fein. á þriðja þrepi, og 40 fein. í náttúrufræðigreinum á öðru og/eða þriðja þrepi, þar af minnst 10 fein. í eðlisfræði, helst á þriðja þrepi, og 10 fein. í efnafræði.
12. gr.
Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fengnum tillögum fræðasviða, eru settar samkvæmt heimild í 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 6. desember 2019.
Jón Atli Benediktsson.
|