Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 519/2017

Nr. 519/2017 9. júní 2017

AUGLÝSING
um samþykkt breytinga á deiliskipulagi í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt breytingar á deiliskipulagi sem hér segir:

Reykjahvoll 8.
Breytingin felst í því að byggingarreit er breytt. Allir aðrir samþykktir skilmálar eru óbreyttir.

Ástu Sólliljugata 14-16.
Breytingin felst í breytingu á lóðarmörkum og breytingu á byggingarreitum. Allir aðrir samþykktir skilmálar eru óbreyttir.

Engjavegur 11-11a.
Breytingin felst í breytingu á lóðarmörkum og breytingu á byggingarreitum. Bygging á lóð nr. 11 er færð inn á uppdrátt. Allir aðrir samþykktir skilmálar eru óbreyttir.

Ofangreindar breytingar á deiliskipulagi hafa hlotið meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 9. júní 2017,

Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 12. júní 2017