Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1404/2021

Nr. 1404/2021 15. nóvember 2021

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 560/2009 um íslensk vegabréf, með síðari breytingum.

1. gr.

Í stað orðanna „láta senda“ í d-lið 2. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar kemur orðið: sækja.

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar:

  1. Orðin „umsækjanda, eða“ falla brott.
  2. Tveir nýir málsliðir bætast við, svohljóðandi: Umsækjandi getur jafnframt fengið vegabréf afhent á framleiðslustað vegabréfs. Sé umsækjandi búsettur erlendis er heimilt að senda honum vegabréfið með öruggum hætti, s.s. með rekjanlegri póstsendingu eða ábyrgðar­sendingu.

 

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 11. gr. laga um vegabréf nr. 136/1998, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2022.

 

Dómsmálaráðuneytinu, 15. nóvember 2021.

 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Haukur Guðmundsson.


B deild - Útgáfud.: 8. desember 2021