Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1441/2023

Nr. 1441/2023 7. desember 2023

REGLUR
varðandi samræmdar forsendur staðalreglunnar við útreikning gjaldþolskröfu vátryggingafélaga.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um starfsemi innlendra vátryggingafélaga og starfsemi erlendra vátrygg­inga­félaga hér á landi, sbr. 2. og 3. gr. laga nr. 100/2016, um vátryggingastarfsemi.

 

2. gr.

Samræmdar útreikningsforsendur staðalreglunnar.

Samkvæmt 96. gr. laga nr. 100/2016, um vátryggingastarfsemi, skal gjaldþolskrafa annaðhvort reiknuð eftir staðalreglu eða eigin líkani í samræmi við XVI. kafla laganna. Til að tryggja sam­ræmdar forsendur staðalreglunnar við útreikning gjaldþolskröfu vátryggingafélaga gefur Seðla­bank­inn út reglur sem byggjast á tæknilegum framkvæmdarstöðlum Evrópsku vátrygginga- og lífeyris­eftirlits­stofnunarinnar (EIOPA).

 

3. gr.

Innleiðing reglugerða.

Með reglum þessum öðlast eftirtaldar reglugerðir gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2011 frá 11. nóvember 2015 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar skrár yfir héraðsstjórnir og staðar­yfirvöld, en fara skal með áhættuskuldbindingar þeirra sem áhættu­skuldbind­ingar gagnvart ríkjum í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 62/2018 frá 23. mars 2018, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 6 frá 30. janúar 2020, bls. 41. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 29 frá 3. maí 2018, bls. 18-19.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2016 frá 11. nóvember 2015 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar hluta­bréfa­vísitölu sem notuð er vegna samhverfrar aðlögunar við útreikning gjaldþolskröfu með staðal­reglu vegna hlutabréfa­áhættu í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 62/2018 frá 23. mars 2018, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 6 frá 30. janúar 2020, bls. 41. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2016 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 29 frá 3. maí 2018, bls. 91-93.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2017 frá 11. nóvember 2015 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar aðlög­uðu stuðlana til að reikna út gjaldþolskröfu fyrir gjaldmiðlaáhættu vegna gjaldmiðla sem bundnir eru við evru í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 62/2018 frá 23. mars 2018, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 6 frá 30. janúar 2020, bls. 41. Fram­kvæmdar­reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2017 er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 29 frá 3. maí 2018, bls. 94-95.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1800 frá 11. október 2016 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar röðun lánshæfismats utanaðkomandi lánshæfi­smats­fyrirtækja á hlutlægan kvarða lánshæfisþrepa í samræmi við tilskipun Evrópu­þingsins og ráðsins 2009/138/EB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 62/2018 frá 23. mars 2018, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 6 frá 30. janúar 2020, bls. 41. Framkvæmdar­reglugerð fram­kvæmda­stjórnarinnar (ESB) 2016/1800 er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 29 frá 3. maí 2018, bls. 425-432.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/633 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/1800 um tæknilega fram­kvæmdar­staðla að því er varðar röðun lánshæfismats utanaðkomandi lánshæfismatsfyrirtækja á hlut­lægan kvarða lánshæfis­þrepa í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 192/2018 frá 21. sept­ember 2018, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 15 frá 4. mars 2021, bls. 27. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/633 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72 frá 8. nóvember 2018, bls. 161-168.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/744 frá 4. júní 2020 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/1800 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar röðun lánshæfismats utanaðkomandi lánshæfismatsfyrirtækja á hlutlægan kvarða lánshæfisþrepa í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 47/2021 frá 5. febrúar 2021 (óbirt). Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/744 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 71 frá 11. nóvember 2021, bls. 529-535.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2006 frá 16. nóvember 2021 um tæknilega framkvæmdarstaðla um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/1800 að því er varðar röðun lánshæfismats utanaðkomandi lánshæfismatsfyrirtækja á hlutlægan kvarða lánshæfisþrepa í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 139/2022 frá 29. apríl 2022 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambands­ins nr. 61 frá 22. september 2022, bls. 92. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnar­innar (ESB) 2021/2006 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 45 frá 15. júní 2023, bls. 1-9.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar sem settar eru samkvæmt heimild í 1. og 2. mgr. 101. gr. laga nr. 100/2016, um vátrygg­inga­starfsemi, öðlast þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi reglur varðandi samræmdar forsendur staðalreglunnar við útreikning gjaldþolskröfu vátryggingafélaga nr. 1500/2021.

 

Seðlabanka Íslands, 7. desember 2023.

 

  Ásgeir Jónsson Rannveig Júníusdóttir
  seðlabankastjóri. framkvæmdastjóri.

B deild - Útgáfud.: 21. desember 2023