1. gr.
Eftirfarandi reglugerð öðlast gildi hér á landi með reglugerð nr. 151/2024 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 840/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1158 um skilyrði fyrir innflutningi á matvælum og fóðri, sem eru upprunnin í þriðju löndum, í kjölfar slyssins í Tsjernóbýl-kjarnorkuverinu sem birt er í B-deild Stjórnartíðinda:
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/256 frá 17. janúar 2024 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2020/1158 um skilyrði fyrir innflutningi á matvælum og fóðri, sem eru upprunnin í þriðju löndum, í kjölfar slyssins í Tsjernóbýl-kjarnorkuverinu. Reglugerðin er birt á ensku í fylgiskjali með auglýsingu þessari.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 27. gr. b og 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli og 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.
Matvælaráðuneytinu, 24. janúar 2024.
Katrín Jakobsdóttir.
|