Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1145/2016

Nr. 1145/2016 13. desember 2016

GJALDSKRÁ
fyrir hreinsun rotþróa í Hvalfjarðarsveit.

1. gr.

Gjaldskrá þessi er sett skv. 23. gr. samþykktar nr. 583/2008 um fráveitur í Hvalfjarðarsveit.

2. gr.

Hreinsunargjald skal vera kr. 11.650 á rotþró við hvert íbúðarhús og sumarhús.

Verð miðast við að hreinsibíll þurfi ekki að standa fjær rotþró en 50 metra. Ef lengd barka fer yfir 50 metra skal auk þess greiða kr. 2.700 á ári til viðbótar við fastagjaldið.

Þurfi að fara aukaferð (tæma utan reglubundinnar yfirferðar) er innheimt sérstakt tæmingargjald sem er kr. 40.605.

Gjöld þessi miðast við vísitölu neysluverðs í október 2016 og uppfærist samkvæmt breytingum í janúar ár hvert, fyrst í janúar 2018 og skal gilda þannig næsta ár.

3. gr.

Hreinsunargjald er innheimt með fasteignagjöldum. Gjalddagar fasteignagjalda verða 7 talsins á mánaðar fresti, 15. hvers mánaðar, í febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí og ágúst.

4. gr.

Gjaldskrá þessi er samin og samþykkt af sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar með stoð í 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur brott gjaldskrá sama efnis nr. 1299/2014.

Samþykkt í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar, 13. desember 2016.

Skúli Þórðarson sveitarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 22. desember 2016