Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 606/2013

Nr. 606/2013 28. júní 2013
GJALDSKRÁ
Skagafjarðarveitna. Hitaveita.

I. KAFLI

1. gr.

Skagafjarðarveitur, kt. 681212-0350, í gjaldskrá þessari hér eftir nefndar SKV selja afnot hitaorku úr hitaveitukerfum þeim, sem gerð hafa verið eða kunna að verða gerð í lögsagnarumdæmi Sveitarfélagsins Skagafjarðar og hafa umráðarétt yfir þeim eftir þeim reglum, sem settar eru í gjaldskrá þessari, sbr. reglugerð staðfesta af atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra fyrir SKV.

2. gr.

SKV láta hverju húsi, sem tengt er við vatnsæðar veitnanna, í té vatnsmagn, er ætla má að nægi til hitunar á húsinu. SKV láta setja rennslismæli eða stillanlegan hemil fyrir hámarksrennsli til hvers upphitunarkerfis og miðast gjald hitaveitunnar fyrir selda orku við rúmmetra samkvæmt rennslismælinum eða það hámark, sem hemillinn er stilltur á. SKV ráða gerð rennslismæla og hemla og sjá um viðhald og endurnýjun þeirra.

3. gr.

Einungis starfsmenn veitunnar mega breyta stillingu innsiglaðra tengihluta. SKV breyta stillingu hemils eftir óskum húseiganda fyrir árið, sem hús hans er tengt við hitaveitukerfið, en síðan verður hemilsstillingu að jafnaði breytt einu sinni á ári og skal skrifleg beiðni um breytingu koma fram við hitaveituna fyrir 1. september ár hvert. Hámarksstilling hemils gildir allt árið þótt vatnsnotkun verði minni hluta úr ári. Minnsta sala gegnum hemil skal vera 1 mínútulítri. Selt vatnsmagn standi ávallt á heilum eða hálfum mínútulítra.

Ef kaupandi óskar að hemill eða mælir sé prófaður skal hann senda skriflega beiðni þar um til SKV. Komi í ljós við þá athugun að frávik sé 5% eða minna, er heimilt að gera kaupanda að greiða álestrargjald. Sé frávik meira skulu SKV greiða kostnað við prófunina og leiðrétta reikning kaupanda í samræmi við niðurstöður hennar, þó ekki fyrir lengra tímabil en tvo mánuði nema kaupandi eða SKV, eftir því sem við á, geti sannað að um lengra tímabil hafi verið að ræða, þó lengst fjögur ár.

II. KAFLI

4. gr.

SKV reka nú sex aðskilin hitaveitusvæði og dreifikerfi með vatni sem hefur mismunandi efnainnihald og hita. Þessi svæði eru á Sauðárkróki, í Varmahlíð, á Steinsstöðum, í Hjaltadal, á Hofsósi og við Sólgarða. Gjöld fyrir eininguna af heitu vatni (m³ eða l/mín.) verða því mishá eftir svæðum. Fast gjald hjá þeim notendum, sem kaupa heitt vatn eftir hemli, skal vera krónur 900 pr. mán.

Gjöld fyrir afnot af heita vatninu eru sem hér segir:

Sauðárkróksveita:
Vatnsgjald kr. 2.236 á mánuði fyrir hvern mín.lítra í hámarksstillingu hemils.

Varmahlíðarveita:
Vatnsgjald kr. 3.389 á mánuði fyrir hvern mín.lítra í hámarksstillingu hemils.

Steinsstaðaveita:
Vatnsgjald kr. 1.690 á mánuði fyrir hvern mín.lítra í hámarksstillingu hemils.

Hjaltadalsveita:
Vatnsgjald kr. 1.690 á mánuði fyrir hvern mín.lítra í hámarksstillingu hemils.

Hofsósveita:
Vatnsgjald kr. 2.581 á mánuði fyrir hvern mín.lítra í hámarksstillingu hemils.

Sólgarðaveita:
Vatnsgjald kr. 2.236 á mánuði fyrir hvern mín.lítra í hámarksstillingu hemils.

5. gr.

Hitaveitugjöld samkvæmt 4. gr. og 8. gr. verða krafin hvern mánuð og skulu þau greiðast til skrifstofu Skagafjarðarveitna ehf., í bönkum eða pósthúsum. Gjalddagi er við framvísun reiknings eða tilkynningar um reikningsupphæð. Það eru vanskil, ef gjöldin eru ekki að fullu greidd innan 10 daga frá gjalddaga.

III. KAFLI

6. gr.

Heimæðargjald SKV fyrir heitt vatn skal vera sem hér segir fyrir eina heimæð í þéttbýli:

Rúmmál húss (utanmál)

Heimæðargjald

  

≤ 400 - 2.000 m³

=

191.457

f.

400 m³

=

153,40

kr./m³ þar yfir

2.000 - 6.000 m³

=

436.614

f.

2.000 m³

=

143,22

kr./m³ þar yfir

6.000 - 10.000 m³

=

1.010.646

f.

6.000 m³

=

134,09

kr./m³ þar yfir

Meira en 10.000 m³

=

1.546.839

f.

10.000 m³

=

95,87

kr./m³ þar yfir

Gjaldskrá þessi gildir í skipulögðum hverfum innan lögsagnarumdæmis Skagafjarðar.

Heimæðargjald SKV fyrir heitt vatn skal vera sem hér segir fyrir eina heimæð í dreifbýli:

Rúmmál húss (utanmál) Heimæðargjald

≤ 400 m³

=

574.407

f.

400 m³

=

462,00

kr./m³ þar yfir

Auk heimæðargjalds sem að framan greinir, skal greiða kr. 3.197 fyrir hvern lengdarmetra heimæðar frá stofnæð umfram 100 metra.

Sé um óskipulagt svæði að ræða, eða aðstæður óvenjulegar, er heimilt að krefjast sérstaks aukagjalds af húsráðanda eða gera honum að greiða fyrir heimtaugina samkvæmt kostnaði, en gera skal honum aðvart um það fyrirfram.

7. gr.

Gjöld samkvæmt 6. gr. eru miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar. Stjórn SKV er heimilt að breyta þeim í samræmi við þær breytingar, sem á nefndri vísitölu verða, að fenginni staðfestingu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hverju sinni.

IV. KAFLI

8. gr.

Samkvæmt ákvæðum í 2. gr. er heimilt að selja heitt vatn til einstakra notenda um rúmmetramæli. SKV setja upp slíka mæla og sjá um viðhald og endurnýjun þeirra.

Hjá notendum er kaupa vatn samkvæmt rúmmetramæli er heimilt að innheimta mælaleigu.

Gjald fyrir hvern rúmmetra vatns skal vera:

Sauðárkróksveita:

kr.

94,93

Varmahlíðarveita:

kr.

144,11

Steinsstaðaveita:

kr.

71,68

Hjaltadalsveita:

kr.

71,68

Hofsósveita:

kr.

109,78

Sólgarðaveita:

kr.

94,93

Mælaleiga fyrir hvern mánuð skal vera sem hér segir:

Fyrir mæla ½" - ¾"

kr.

900 pr. mán.

Fyrir mæla 1" - 2½"

kr.

2.142 pr. mán.

Fyrir mæla 3" og stærri

kr.

4.284 pr. mán.

9. gr.

Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari má taka fjárnámi á kostnað gjaldanda, sbr. 31. gr. reglugerðar fyrir SKV og 79. gr. orkulaga nr. 58/1967 með síðari breytingum.

10. gr.

SKV hafa rétt til að loka aðrennsli heita vatnsins að húsi eða íbúð notanda, sem vanrækir að greiða hitaveitugjöld. Fyrirætlun um lokun ber að tilkynna með fimm daga fyrirvara, sbr. 2. mgr. 28. gr. reglugerðar fyrir SKV.

Allan kostnað við lokun og opnun á ný greiðir sá, sem í vanskilum er. Gjaldið skal vera það sama og mánaðarleiga á 3" mæli samkvæmt. 8. gr. gjaldskrár þessarar í hvert skipti og gjald fyrir mælaálestur (aukaálestur) skal vera það sama og mánaðarleiga á 1" – 2½" mæli samkvæmt 8. gr. þessarar gjaldskrár.

Eftirlitsmanni SKV skal, hvenær sem er, frjáls aðgangur að öllum hitakerfum, sem tengd eru við hitaveituna. Er húseiganda skylt að hlíta tafarlaust fyrirmælum hans um viðgerð á bilunum og sérhverjum ráðstöfunum til varnar gegn misnotkun á heita vatninu.

Virðisaukaskattur bætist við öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari miðað við gildandi reglur um virðisaukaskatt á hverjum tíma.

Gjaldskrá þessi, sem samþykkt er af stjórn Skagafjarðarveitna ehf. staðfestist hér með samkvæmt orkulögum nr. 58, 29. apríl 1967, með síðari breytingum, til að öðlast gildi 1. júlí 2013 og birtist til eftirbreytni öllum sem hlut eiga að máli. Jafnframt er úr gildi felld eldri gjaldskrá sama efnis nr. 88/2013 frá 16. janúar 2013.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 28. júní 2013.

F. h. iðnaðar- og viðskiptaráðherra,

Ingvi Már Pálsson.

Hreinn Hrafnkelsson.

B deild - Útgáfud.: 28. júní 2013