Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 210/2008

Nr. 210/2008 27. febrúar 2008
GJALDSKRÁ
Selfossveitna.

1. HLUTI

Sölutaxtar, stofngjöld og innheimta.

I. Sölutaxtar.

Verð er án virðisaukaskatts. Á tilgreindar upphæðir leggst virðisaukaskattur eins og hann er hverju sinni og kveðið er á um í viðeigandi lögum og reglugerðum.

I.a Afnot af heitu vatni.

Almennir taxtar

Einingar

 Grunngjald

H.1Heitt vatn um rennslismæli  
 

Heimili og íbúðir

kr./m³

58,5

 

Fastagjald

kr./ár

7.684

    

H.2

Heitt vatn um rennslismæli

  
 

Stórnotendur 1²

kr./m³

58,5

 

Fastagjald

kr./ár

10.937

Sértaxtar  Einingar

 Grunngjald

H.5Heitt vatn um hemil  
 

Heitt vatn um hemil

kr./mínl/ár

16.243

 

Fastagjald

kr./ár

10.937

    

H.6

Heitt vatn um rennslismæli

  
 

Almenningssundlaugar

  
 

Sumar 1. maí – 30. september

kr./m³

29,6

 

Vetur 1. október – 30. apríl

kr./m³

35,6

 

Fastagjald

kr./ár

19.742

II. Stofngjöld hitaveitu.

II.a. Þéttbýlisstaðir, Eyrarbakki, Selfoss og Stokkseyri.

Grunngjald kr.

Íbúðarhúsnæði, einbýli

93.436

Einingarverð umfram 500 m³ húsnæðis

80,8

II. b. Tjarnabyggð.

Grunngjald kr.

Heimæð, DN 20 stál eða PEX-25

338.000

Heimæð, DN 25 stál eða PEX-32

676.000

III. Innheimta og lokanir.

kr.

Innheimtugjald

672

Lokunargjald

2.122

2. HLUTI

Skýringar og ýmis ákvæði.

I. Sölutaxtar fyrir heitt vatn.

H.1

Taxti fyrir heimili og aðra smærri notendur. Notkun er mæld í rúmmetrum (m³).

H.2

Taxti fyrir atvinnuhúsnæði o.þ.h. með þeim takmörkunum sem fram koma í H4. Inntak stærra en eða jafnt og 25 mm í þvermál. Notkun er mæld í rúmmetrum (m³).

H.5

Taxti fyrir sölu vatns um skammtara (hemil). Sérstakt samkomulag skal gera við sölu skv. þessum taxta. Greitt er samkvæmt samningi fyrir tiltekinn fjölda mínútulítra sem aðgengilegur er notandanum allt árið að jafnaði (1/mín/ár). Fjöldi mínútulítra ákvarðast af Selfossveitum á grundvelli áætlunar um notkun.

H.6

Taxti fyrir mælda notkun í sundlaugum í eigu sveitarfélagsins. Notkun er mæld í rúmmetrum.

H.7 - Ýmis ákvæði.

Sérstakar aðstæður: Þegar um sérstakar aðstæður er að ræða, svo sem tímabundna notkun mikils vatns er heimilt að takmarka val notanda við ákveðna gjaldskrárliði eða gera sérstakan afhendingarsamning. Þar sem flutningsgeta dreifikerfishluta er takmarkað, áskilja Selfossveitur bs. sér rétt til að takmarka val gjaldskrárliða.

Takmarkanir. Heimilt er að banna notkun dælna og annarra tækja sem valda tilfinnanlegum truflunum eða takmarka notkun þeirra við tiltekinn tíma sólarhrings.

Aðgengi starfsmanna. Starfsmönnum Selfossveitna bs. skal hvenær sem er frjáls aðgangur að öllum mælum, lögnum í eigu Selfossveitna og öðrum búnaði í sambandi við dreifikerfi fyrirtækisins.

II. Inntakslagnir; heimtaugar og heimæðar.

Tæknilegir tengiskilmálar. Um tengingu neysluveitu við veitukerfi gilda tæknilegir tengiskilmálar og sérskilmálar Selfossveitna.

Stærð og tilhögun inntakslagna. Veitustjóri ákvarðar stærð og gerð heimæða fyrir hverja húsveitu.

Leita skal samþykkis veitunnar um staðsetningu inntaks og tengistað við húsveitukerfi.

Heimæðargjald skal greitt fyrir hverja heimæð er tengir húsveitu við veitukerfið. Heimæðargjald skal greitt áður en tenging fer fram eða fyrir eða á eindaga sem tilgreindur er á reikningi.

Yfirlengd. Yfirlengd varanlegra inntakslagna miðast við lengri lagnir en 10 m. Lengd inntakslagna reiknast frá lóðarmörkum að tengistað við húsveitukerfi. Taka skal tillit til aðstæðna í hverju tilviki. Yfirlengdargjald skal greitt skv. viðeigandi töflu.

Séu aðstæður þannig að leggja þurfi inntakslögn að vinnustað skal greitt yfirlengdargjald skv. töflu þar um.

Greiðsla aukakostnaðar vegna frosts í jörðu. Óski eigandi húsveitu eftir að heimæð sé lögð þegar frost er í jörðu, skal hann greiða aukagjald samkvæmt nánari ákvörðun veitunnar. Skal þar taka mið af aukakostnaði vegna frosts í jarðvegi.

Sérstakar aðstæður. Sé fyrirsjáanlegt, vegna fjarlægðar eða annarra aðstæðna, að kostnaður við lagningu heimæðar verði meira en 50% hærri en gildandi gjaldskrá segir til um, skal greiða þann kostnað sem er umfram 50%, samkvæmt nánari ákvörðun veitunnar.

Lagnir í búgarðabyggðum og öðrum byggingarsvæðum í dreifbýli.

Inntaksgjöld gilda fyrir skipulögð hverfi. Sé um óskipulagt svæði að ræða eða aðstæður óvenjulegar skal heimæðargjald greitt samkvæmt sérstökum samningi hverju sinni.

Í dreifbýli gilda sérstakir skilmálar um heimlagnir, vatnsafhendingu o.þ.h.

III. Önnur gjöld og ákvæði.

Áætlun um notkun og orkureikningar. Orkugjöld eru innheimt mánaðarlega samkvæmt áætlun eða með sérstökum álestri. Við gerð áætlunar um ársnotkun er stuðst við sannreynda notkun ársins á undan. Á um 12 mánaða fresti er lesið af mælum og á grundvelli þess álestrar er gert sérstakt uppgjör við hvern notanda sem skráður hefur verið í viðskiptum yfir tímabilið. Veitustjóri getur heimilað notanda að senda inn eigin álestur á áætlunartímabilinu.

Dráttarvextir, vanskil og lokanir. Selfossveitum er heimilt að reikna dráttarvexti á vangoldna reikninga eins og dráttarvextir eru ákveðnir á hverjum tíma, enda hafi tilkynning um beitingu dráttarvaxta verið send notanda, eða honum gerð grein fyrir beitingu þeirra á annan hátt.

Selfossveitur hafa rétt til að stöðva orkuafhendingu úr veitukerfi að húsveitu, hafi notandi viðkomandi húsveitu vanrækt að greiða orkugjöld samkvæmt reikningi þar um. Orkureikningur er í vanskilum hafi hann ekki verið greiddur fyrir eða á eindaga. Fyrirætlun um stöðvun orkuafhendingar ber að tilkynna með 5 daga fyrirvara. Allan kostnað við lokun og opnun á ný greiðir sá sem vanskilum veldur samkvæmt taxta þar um.

Lögtaksheimild. Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari má innheimta með fjárnámi á kostnað gjaldanda.

Gjaldskrá þessi sem sett er samkvæmt vatnalögum nr. 15, 20. júní 1923 og orkulögum nr. 58, 29. apríl 1967, með síðari breytingum, staðfestist hér með til að öðlast gildi 1. mars 2008 og birtist til eftirbreytni öllum sem hlut eiga að máli. Jafnframt er úr gildi felld eldri gjaldskrá sama efnis nr. 696, 1. ágúst 2006.

Iðnaðarráðuneytinu, 27. febrúar 2008.

F. h. r.

Guðjón Axel Guðjónsson.

Guðrún Skúladóttir.

B deild - Útgáfud.: 29. febrúar 2008