Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 893/2020

Nr. 893/2020 11. september 2020

REGLUGERÐ
um (1.) breytingu á reglugerð nr. 800/2020, um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19.

1. gr.

Við 5. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein sem verður 3. mgr. og orðast svo:

Þeim sem sæta sóttkví skv. 3. mgr. 3. gr. býðst að fara í sýnatöku til greiningar á SARS-CoV-2 veirunni eftir sjö daga í sóttkví. Ef sýni reynist neikvætt er einstaklingi ekki lengur skylt að sæta sóttkví. Um jákvæði sýni fer eftir 9. gr. Sóttvarnalæknir skipuleggur sýnatöku samkvæmt þessari málsgrein og er hún einstaklingi að kostnaðarlausu.

 

2. gr.

2. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Reglugerð þessi fellur úr gildi þann 6. október 2020.

 

3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er á grundvelli 12., 13. og 18. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, og 29. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, með síðari breytingum, tekur þegar gildi. Reglugerð þessi fellur úr gildi þann 6. október 2020.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 11. september 2020.

 

F. h. r.

Ásta Valdimarsdóttir.

Ásthildur Knútsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 14. september 2020