1. gr.
Ný málsgrein bætist við 1. gr. reglnanna, svohljóðandi:
Heimilt er stjórn Viðskiptafræðistofnunar með samþykki stjórnar félagsvísindasviðs að ákveða að skipta stofnuninni í faglega sjálfstæðar rannsóknastofur. Stjórn Viðskiptafræðistofnunar setur stofum starfsreglur, sbr. 3. tölulið 27. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands, nr. 569/2009.
2. gr.
Reglur þessar, sem háskólaráð hefur sett á grundvelli heimildar í 3. mgr. 11. gr. laga um opinbera háskóla, nr. 85/2008, að fenginni tillögu viðskiptafræðideildar og stjórnar félagsvísindasviðs, öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 9. apríl 2025.
Jón Atli Benediktsson.
|