Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 984/2018

Nr. 984/2018 29. október 2018

SAMÞYKKT
um breytingu á samþykkt um stjórn Seltjarnarnesbæjar, nr. 831/2013.

1. gr.

Eftirfarandi breyting verður á C-lið 56. gr. samþykktarinnar:

  a) Töluliður 2 orðast svo:
    Fjölskyldunefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara skv. sam­þykkt bæjarstjórnar frá 26. júní 2013 og skv. 5. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Fjölskyldu­nefnd skal annast störf þau sem barnaverndarnefnd eru falin skv. lögum nr. 80/2002. Fjölskyldu­­nefnd fer með framkvæmd laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.
  b) Töluliður 4 fellur brott og aðrir töluliðir breytast í samræmi við það.

2. gr.

Samþykkt þessi sem bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur sett skv. ákvæðum 9. og 18. gr. sveitar­stjórnar­laga nr. 138/2011, staðfestist hér til að öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 29. október 2018.

F. h. r.

Hermann Sæmundsson.

Stefanía Traustadóttir.


B deild - Útgáfud.: 12. nóvember 2018