Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 427/2016

Nr. 427/2016 23. maí 2016

AUGLÝSING
um endurskoðun deiliskipulags og breytingar á deiliskipulagi í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sam­þykkt endurskoðun á deiliskipulagi og breytingar á deiliskipulagi sem hér segir:

Hestaíþróttasvæði á Varmárbökkum, endurskoðun deiliskipulags.
Samþykkt í bæjarstjórn 30. mars 2016. Um er að ræða heildarendurskoðun deiliskipulags á svæð­inu, sem er í nokkrum áföngum frá ýmsum tímum á árabilinu 1981-2005 og með síðari breyt­ingum. Endurskoðað skipulag er sett fram sem ein heild en með nokkrum viðbótum, upp­færslum og breytingum á skilmálum, s.s. varðandi viðbyggingar við hesthús, stækkunar­möguleika reiðhallar og félagsheimilis, nýjar reiðleiðir austan og vestan hesthúsa og stækkun bíla­stæða og kerrustæðis sunnan reiðhallar. Ekki er um að ræða fjölgun hesthúsa.

Breytingar á deiliskipulagi 1. áfanga Helgafellshverfis, Gerplustræti 31-37.
Samþykkt í bæjarstjórn 13. apríl 2016. Helstu breytingar eru fjölgun íbúða úr 32 í 40, fækkun stigahúsa úr fjórum í tvö, tilslökun á kröfum um bílastæði og að vestasti hluti húss megi vera fjórar íbúðarhæðir. Sýndur er byggingarreitur fyrir bílakjallara og gerð grein fyrir fjölgun bílastæða ofan­jarðar innan lóðar.

Ofangreindar endurskoðaðar og breyttar deiliskipulagsáætlanir hafa hlotið tilskilda meðferð sam­kvæmt skipulagslögum og öðlast þær þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi allir eldri skipulags­uppdrættir og skipulagsskilmálar á hestaíþróttasvæðinu á Varmárbökkum.

F.h. Mosfellsbæjar, 23. maí 2016,

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 25. maí 2016