Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 25/2024

Nr. 25/2024 12. janúar 2024

GJALDSKRÁ
fyrir söfnunarstöð úrgangs á Höfn í Sveitarfélaginu Hornafirði.

1. gr.

Almennt.

Sveitarfélagið Hornafjörður innheimtir gjöld fyrir meðhöndlun úrgangs í samræmi við 11. gr. sam­þykktar um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Hornafirði nr. 236/2018.

 

2. gr.

Um móttökugjöld íbúa.

Íbúar greiða móttökugjöld á söfnunarstöð sveitarfélagsins eftir rúmmáli (kr./m³) og úrgangs­tegund farms skv. 4. gr. Starfsmaður söfnunarstöðvar metur í hvaða flokk úrgangur fellur skv. gjald­skrá, að fenginni lýsingu úrgangshafa og miðað við umfang farms.

Ekki er tekið neitt gjald fyrir móttöku á flokkuðum úrgangi sem ber úrvinnslugjald, þar má nefna: pappaumbúðir, plastumbúðir, hjólbarða, heyrúlluplast, ýmis spilliefni og úrelt ökutæki.

Ólíkum úrgangstegundum skal haldið aðskildum og skilað í viðeigandi flokka á söfnunarstöð.

 

3. gr.

Um móttökugjöld fyrirtækja.

Fyrirtæki greiða fyrir úrgang eftir þyngd (kr./kg) skv. 4. gr. og skulu slíkir farmar vigtaðir á hafnar­vog sveitarfélagsins á opnunartíma hennar. Nauðsynlegt er að sýna vigtarnótu eða staðfestingu á vigtun til að komast inn á söfnunarstöðina á Höfn með slíka farma.

Í ákveðnum tilfellum skal fyrirtæki tómvigta ökutæki á hafnarvog eftir farmlosun á söfnunarstöð. Sé þeirri skyldu ekki sinnt skal innheimta lágmarksgjald sem jafngildir 200 kg af blönd­uðum/grófum úrgangi eða 13.800 kr.

Heimilt er að hafna frekari förmum frá slíkum ökutækjum þar til tómvigtun hefur farið fram.

Fyrir vigtun eru greidd vogargjöld skv. gjaldskrá Hornafjarðarhafnar.

Ólíkum úrgangstegundum skal haldið aðskildum og skilað í viðeigandi flokka á söfnunarstöð.

 

4. gr.

Móttökugjöld á söfnunarstöð.

Gjöld vegna móttöku úrgangs á söfnunarstöð* eru eftirfarandi:

Flokkur 1. Kr./kg Kr./m³
Blandað efni eða efni með mikinn förgunarkostnað**
Blandaður/grófur úrgangur: 69 138

Úrgangur sem ekki á sér farveg til endurvinnslu eða blanda tveggja eða fleiri ólíkra úrgangstegunda s.s. grófur úrgangur frá framkvæmdum, ónýt húsgögn eða heimilisúrgangur. Má ekki innihalda endurvinnanlegan úrgang.

Plast án úrvinnslugjalds: 69 138

Harðplast, plaströr, fiskikör og annað sambærilegt plast.

Litað timbur: 52 104
Litað, málað, fúavarið, plasthúðað eða blandað.
 
Flokkur 2.    
Flokkað efni**
Hreint timbur: 29 115
Ekki litað, málað eða fúavarið.
Gifs og gifsplötur. 29 115
Matarafgangar í moltugerð: 29 115
Lífúrgangur frá heimilum eða rekstraraðilum.
Hreint steinefni frá framkvæmdum: 29 115

Steypubrot, postulín, flísar, keramik, gler og uppmokstur.

 
Flokkur 3.    
Hreint endurvinnanlegt efni**
Plastumbúðir 0 0
Pappír, sléttur pappi, dagblöð og tímarit 0 0
Bylgjupappi 0 0
Frauðplast 0 0
Heyrúlluplast og stórsekkir - hreint 0 0
Málmumbúðir/brotajárn 0 0
Glerumbúðir, s.s. flöskur og krukkur 0 0
Garðaúrgangur án aðskotahluta 0 0
Endurnýtanlegir hlutir í nytjagám 0 0
Hjólbarðar 0 0
Raftæki 0 0
Rafhlöður og rafgeymar*** 0 0
Málning og spilliefni*** 0 0

* Ekki er tekið við kjöt- og sláturúrgangi, seyru og fitu, sóttmenguðum úrgangi, brotajárni sem inniheldur spilliefni eða veiðarfærum á söfnunarstöð.
** Farmar eiga að koma flokkaðir á söfnunarstöð. Fyrir óflokkaða farma eða endurvinnanlega farma sem innihalda óhreint efni er heimilt að innheimta tímagjald við flokkun og frágang að fjárhæð 10.350 kr./klst.
*** Fyrir rafhlöður eða rafgeyma og spilliefna án úrvinnslugjalds er heimilt að innheimta gjöld fyrir útlögðum förgunarkostnaði.

 

5. gr.

Móttökugjöld á urðunarstað.

Fyrir farma á urðunarstað skulu eftirfarandi gjöld greidd fyrir hvert kíló skv. vigt á hafnarvog sveitarfélagsins:

Úrgangstegund Kr./kg
Blandaður/grófur úrgangur: 52

Úrgangur sem ekki á sér farveg til endurvinnslu eða blanda tveggja eða fleiri ólíkra úrgangstegunda s.s. grófur úrgangur frá framkvæmdum, ónýt húsgögn eða heimilisúrgangur. Má ekki innihalda endurvinnanlegan úrgang.

Kjöt- og sláturúrgangur 35
Seyra og fita 35
Matarleifar í moltugerð 23

 

Aðeins fyrirtækjum sem hafa heimild sveitarfélagsins og eru með starfsleyfi til að flytja úrgang er heimilt að koma með úrgang beint á urðunarstaðinn í Lóni. Öll losun skal fara fram í samráði við rekstraraðila urðunarstaðar.

Innihaldi farmar losunaraðila annan úrgang en þann sem heimilt er að losa á urðunarstaðinn, eða úrgang sem væri hæfur til endurvinnslu, getur sveitarfélagið dregið til baka heimild til farmlosunar á urðunarstað.

 

6. gr.

Aðfararheimild.

Verði vanskil á greiðslu gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari er hægt að innheimta gjöld með aðför, sbr. 4. mgr. 23. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og 1. gr. laga nr. 90/1989 um aðför.

 

7. gr.

Lagaheimild og gildistaka.

Gjaldskrá þessi er sett með heimild í 23. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, og öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá nr. 202/2023.

 

Samþykkt í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar, 11. janúar 2024.

 

Sigurjón Andrésson bæjarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 18. janúar 2024