Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 959/2016

Nr. 959/2016 11. nóvember 2016

AUGLÝSING
um samþykkt breytinga á deiliskipulagi í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt eftirtaldar breytingar á deiliskipulagi sem hér segir:

Lerkibyggð 1-3.
Breyting í deiliskipulagi sem tekur til lóðarinnar Lerkibyggð 1-3 og felst í því að byggingarreitur fyrir Lerkibyggð 1-3 er færður nær lóðarmörkum til norðurs sem nemur 1 metra. Í stað 100 m² íbúðar­húss er gert ráð fyrir 120-140 m² íbúðarhúsum. Lóðin er stækkuð til austurs um þríhyrnings­laga 357 m² reit þannig að endanleg lóð verður 1.089 m² að stærð. Bæjarstjórn samþykkti tillöguna 9. nóvember 2016.

Leirvogstunga 24.
Breyting á deiliskipulagi Leirvogstungu. Skipulagsbreytingin felst í því að tvö bílastæði sem staðsett eru norðan við lóðina innan lóðarmarka eru tekin í burtu ásamt einu bílastæði við götu vestan við lóð. Í staðinn koma þrjú bílastæði innan lóðarmarka vestan við lóð. Bæjarstjórn samþykkti tillöguna 9. nóvember 2016.

Ofangreindar breytingar á deiliskipulagi hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipu­lags­laga og öðlast þær þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 11. nóvember 2016,

Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 14. nóvember 2016