Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1077/2022

Nr. 1077/2022 9. september 2022

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 1301/2020 um ótímabundna ráðningu akademísks starfsfólks við Háskóla Íslands.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglnanna:

  1. 3. málsl. orðast svo: Slík framlenging skal rökstudd sérstaklega.
  2. Við greinina bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Rökstuðningurinn skal fylgja beiðni um framlengingu ráðningarsamnings til launadeildar. Rökstuðninginn skal skrá í málaskrár­kerfi háskólans og senda rektor og framgangsnefnd til upplýsingar.
  3. Við greinina bætist ný málsgrein (2. mgr.), svohljóðandi:
      Að framlengdu tímabili liðnu, skal rökstuðningurinn fylgja umsögn fræðasviðs til fram­gangs‑ og fastráðningarnefndar sé óskað eftir ótímabundinni ráðningu.

 

2. gr.

1. málsl. 1. mgr. 3. gr. reglnanna orðast svo: Mannauðssvið og stjórnsýsla fræðasviðs upplýsir akademískan starfsmann, rúmu ári áður en tímabundinni ráðningu lýkur, um að hyggist hann óska eftir ótímabundinni ráðningu, skuli sótt um það til rektors allt að tólf mánuðum og eigi síðar en níu mánuðum áður en tímabundinni ráðningu lýkur.

 

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglnanna:

  1. Nýr málsl. bætist við 1. mgr., svohljóðandi: Þá skal nefndin gefa umsækjanda kost á að koma að frekari upplýsingum, sjónarmiðum sínum og andmælum, telji hún tilefni til þess við meðferð málsins, og veita til þess hæfilegan frest.
  2. 2. mgr. orðast svo:
      Framgangs- og fastráðningarnefnd sendir álit sitt til rektors sem tekur endanlega ákvörðun um hvort veitt verði ótímabundin ráðning. Telji rektor að álit eða málsmeðferð framgangs- og fastráðningarnefndar sé að einhverju leyti ábótavant skal hann senda álitið aftur til nefndarinnar. Skal rektor tilgreina að hvaða leyti álitinu eða málsmeðferðinni sé ábótavant og óska úrbóta. Telji rektor tilefni til, s.s. ef ósk um ótímabundna ráðningu kann að verða hafnað, skal hann leita andmæla hjá umsækjanda áður en endanleg ákvörðun er tekin. Umsækjanda skal veittur hæfilegur frestur til að koma andmælum sínum að.
  3. 3. mgr. orðast svo:
      Niðurstaða rektors skal að jafnaði liggja fyrir þremur mánuðum áður en tímabundinni ráðningu umsækjanda lýkur.

 

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglnanna:

  1. 3. málsl. 1. mgr. orðast svo: Við matið skulu deild, forseti fræðasviðs, eða, ef við á, for­maður stjórnar eða akademískur forstöðumaður og framgangs- og fastráðningarnefnd horfa til þeirra þátta sem fram koma í tölul. 1–4 hér á eftir, byggt á umsókn og fylgigögnum sem og umsögnum sérfræðinga og meta eftir því sem við á.
  2. Lokamálsliður 1. mgr. fellur brott.
  3. Á eftir 1. mgr. bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:
      Þá skal við heildarmat einnig horft til samskiptahæfni umsækjanda eftir því sem fyrir­liggjandi upplýsingar og gögn gefa tilefni til.
  4. Á eftir nýrri 2. mgr. bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:
      Einnig ber að líta til sérreglna fræðasviða og deilda séu þær til staðar.

 

5. gr.

Reglur þessar eru settar samkvæmt heimild í 1. mgr. 17. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.

 

Háskóla Íslands, 9. september 2022.

 

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 23. september 2022