Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1146/2019

Nr. 1146/2019 12. desember 2019

GJALDSKRÁ
Geislavarna ríkisins 2020.

1. gr.

Geislavarnir ríkisins innheimta gjald vegna lögbundins eftirlits með geislatækjum og geisla­virkum efnum í samræmi við 5. og 17. gr. laga um geislavarnir, nr. 44/2002, með síðari breytingum. Gjaldið skal vera sem hér segir:

1. Röntgentæki: kr.
  a) Röntgentæki til sjúkdómsgreiningar – myndataka 73.005
    fyrir hvert tæki til viðbótar á sama vinnustað og sem tilheyrir  sama ábyrgðarmanni 26.412
  b) Röntgentæki til sjúkdómsgreiningar – skyggning 94.170
    fyrir hvert tæki til viðbótar á sama vinnustað og sem tilheyrir sama ábyrgðarmanni 34.536
  c) Tölvusneiðmyndatæki og O-bogar 125.669
    fyrir hvert tæki til viðbótar á sama vinnustað og sem tilheyrir sama ábyrgðarmanni 73.066
  d) Tannröntgentæki 36.415
    fyrir hvert tæki til viðbótar á sama vinnustað og sem tilheyrir sama ábyrgðarmanni 15.662
  e) Tölvusneiðmyndatæki við tannlækningar 97.842
  f) Iðnaðarröntgentæki (opin aðstaða) 61.685
    fyrir hvert tæki til viðbótar á sama vinnustað og sem tilheyrir sama ábyrgðarmanni 31.500
  g) Dýralækningaröntgentæki 56.802
    fyrir hvert tæki til viðbótar á sama vinnustað og sem tilheyrir sama ábyrgðarmanni 18.288
  h) Öryggisröntgentæki 41.506
    fyrir hvert tæki til viðbótar á sama vinnustað og sem tilheyrir sama ábyrgðarmanni:  
    fimm eða færri tæki 18.288
    fyrir hvert tæki umfram fimm 13.213
  i) Röntgentæki til efnarannsókna og gæðaeftirlits í iðnaði 36.415
    fyrir hvert tæki til viðbótar á sama vinnustað og með sama ábyrgðarmann 13.213
     
2. Geislalækningatæki, línuhraðlar og hringhraðlar 95.327
  fyrir hvert tæki til viðbótar á sömu deild 32.379
   
3. Geislavirk efni, opnar geislalindir:
  Rannsóknastofa í flokki A eða sambærileg starfsemi 105.328
  Rannsóknastofa í flokki B eða sambærileg starfsemi 71.636
  Rannsóknastofa í flokki C eða sambærileg starfsemi 45.684
   
4. Geislavirk efni, lokaðar geislalindir:
  a) Nifteindalindir eða hágeislavirkar lindir (sbr. viðauka 1 í reglugerð
    nr. 1298/2015 og ráðleggingar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar) 56.753
    i) fyrir hverja nifteindalind/hágeislavirka lind til viðbótar hjá sama aðila 22.919
  b) Kvörðunarlindir, allt að tíu á sama vinnustað og sem tilheyra sama ábyrgðarmanni 53.174
    i) fyrir hverja kvörðunarlind umfram tíu lindir 5.317
  c) Aðrar lokaðar geislalindir 53.174
    fyrir hverja eins lind til viðbótar:
    i) fimm eða færri til viðbótar á sama stað með sama ábyrgðarmann 15.663
    ii) fyrir hverja lind umfram fimm á sama stað með sama ábyrgðarmann 13.213
     
5. Eftirlit með geislaálagi starfsfólks:  
  Almennar TLD mælingar, fyrir hvert mælitímabil 2.638
  Fyrir hvern TLD mæli sem týnist eða skemmist 7.457
  Sérhæfðar TLD mælingar, fyrir hvert mælitímabil 5.276

Heimilt er að lækka eftirlitsgjald um 50% þegar ekki þarf að fara á staðinn heldur nægir að fara yfir gögn og mælingar. Það á við um staði þar sem ekki voru gerðar athugasemdir við síðasta eftirlit og starfsemin er óbreytt.

2. gr.

Geislavarnir ríkisins innheimta gjald vegna mats á umsóknum um leyfi í samræmi við 7. og 9. gr. laga um geislavarnir. Gjaldið skal vera sem hér segir:

1. Vegna röntgentækja til sjúkdómsgreininga:
  a) Önnur röntgentæki en tannröntgentæki, þ.m.t. dýralækningatæki 18.217
  b) Tannröntgentæki 12.144
     
2. Vegna geislalækningatækja og línuhraðla 30.316
     
3. Vegna iðnaðartækja í opinni aðstöðu 18.217
     
4. Vegna öryggis-, efnarannsókna og gæðaeftirlitsröntgentækja 12.144
     
5. Vegna nýrrar eða breyttrar aðstöðu 18.217
     
6. Vegna endurútgáfu leyfa (nýr ábyrgðarmaður eða kennitala leyfishafa):  
  fyrir allt að þrjú tæki/lindir 12.144
  i)    fyrir hvert tæki til viðbótar 3.180
   
7. Vegna lokaðra geislalinda:
  a) Notkun nifteindalinda eða hágeislavirkra linda (sbr. viðauka 1 í reglugerð
    nr. 1298/2015 og ráðleggingar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar) 30.607
  b) Notkun annarra geislalinda en í a-lið 18.217
  c) Innflutningur og/eða geymsla 18.217
   
8. Vegna opinna geislalinda:
  a) Ný starfsemi:
    i. Rannsóknastofa í flokki A eða sambærileg starfsemi 30.362
    ii. Rannsóknastofa í flokki B eða sambærileg starfsemi 24.289
    iii. Rannsóknastofa í flokki C eða sambærileg starfsemi 18.217
  b) Árleg endurnýjun:
    i. Rannsóknastofa í flokki A eða sambærileg starfsemi 30.362
    ii. Rannsóknastofa í flokki B eða sambærileg starfsemi 24.289
    iii. Rannsóknastofa í flokki C eða sambærileg starfsemi 18.217
     
9. Vegna framleiðslu geislavirkra efna 242.843
   
10. Vegna notkunar leysa og leysibenda:
  i. Tónleikar og ýmsar sýningar, almenn afgreiðsla 25.721
  ii. Tónleikar og ýmsar sýningar, hraðafgreiðsla (innan fjögurra virkra daga) 51.442
  iii. Önnur notkun 12.144
   
11. Geislavarnir ríkisins innheimta gjald sem nemur 16.763 kr./klst. vegna mats á umsóknum um leyfi í sam­ræmi við 7. og 9. gr. laga um geislavarnir vegna annars en þess sem talið er upp hér að ofan.
           

3. gr.

Geislavarnir ríkisins annast innheimtu leyfis- og eftirlitsgjalda. Leyfis- og eftirlitsgjöld falla í gjalddaga við útgáfu reiknings með eindaga 30 dögum síðar.

4. gr.

Vegna endurtekinnar eftirfylgni eftirlits vegna þess að ekki er orðið við kröfum um úrbætur innan tiltekins tíma skal innheimt gjald skv. 5. gr. Þurfi Geislavarnir ríkisins að endurtaka eftirlit vegna þess að ekki hefur verið orðið við kröfum um úrbætur sem gerðar voru við reglubundið eftirlit þrátt fyrir endurtekna eftirfylgni skal greiða fyrir það líkt og um reglubundið eftirlit væri að ræða.

Eigandi eða ábyrgðarmaður getur óskað eftir aukaeftirliti og skal þá greiða fyrir það sem um reglubundið eftirlit væri að ræða.

5. gr.

Geislavarnir ríkisins innheimta gjald sem nemur 18.995 kr. fyrir sérfræðing og 14.409 kr. fyrir fulltrúa á hverja klukkustund fyrir veitta þjónustu og verkefni sem stofnuninni er falið að annast eða hún tekur að sér samkvæmt lögum og reglugerðum.

6. gr.

Eftirlits- og leyfisgjöld eru tryggð með lögveðsrétti í eftirlitsskyldum tækjum í tvö ár eftir gjald­daga.

7. gr.

Fyrir hverja mælingu á geislun eða geislavirkni skal stofnunin innheimta gjald, að fjárhæð 29.623 kr. Fyrir hverja yfirlýsingu um geislavirkni sem stofnunin lætur í té, skal innheimta 4.741 kr.

Fyrir mælingar á rafsegulsviði, útfjólublárri geislun og geislun frá leysum skal stofnunin inn­heimta 60.727 kr. fyrir allt að átta mælingar á sama stað.

Ef mælingar á rafsegulsviði eru í vinnuumhverfi, þ.e. á svæði þar sem starfsfólk getur verið að störfum, skal stofnunin meta umfang hverrar mælingar fyrir sig og innheimta tímagjald fyrir veitta þjónustu skv. 5. gr.

Fyrir mælingu á geislun frá leysibendum skal stofnunin innheimta 12.144 kr. fyrir allt að fjórar mælingar. Fyrir hverja mælingu þar til viðbótar skal innheimta 3.036 kr.

8. gr.

Gjaldskrá þessi, sem sett er með heimild í 19. og 21. gr. laga um geislavarnir, nr. 44/2002, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2020. Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá Geislavarna ríkis­ins nr. 1246/2018.

Heilbrigðisráðuneytinu, 12. desember 2019.

Svandís Svavarsdóttir.

Ásthildur Knútsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 17. desember 2019