Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1031/2023

Nr. 1031/2023 28. september 2023

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um ættleiðingarfélög nr. 453/2009.

1. gr.

7. og 10. gr. reglugerðarinnar falla brott.

 

2. gr.

4. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Félagið tekur við upplýsingum um tiltekið barn frá upprunaríkinu og aflar þýðinga. Félagið hefur milligöngu um að senda upplýsingarnar til sýslumanns til þess að sýslumaður geti veitt sam­þykki fyrir því að ættleiðingin megi fara fram samkvæmt c-lið 17. gr. Haag-samningsins. Ef sýslu­maður telur gögnin fullnægjandi kynnir félagið væntanlegum kjörforeldrum málið og aflar sam­þykkis þeirra til áframhaldandi málsmeðferðar. Þegar samþykki sýslumanns samkvæmt c-lið 17. gr. Haag-samningsins liggur fyrir hefur félagið milligöngu um að senda samþykki sýslumanns til uppruna­ríkis.

 

3. gr.

Í stað „7“ í 1. mgr. 15. gr. reglugerðarinnar kemur: 5.

 

4. gr.

Við 3. mgr. 21. gr. reglugerðarinnar bætist: Skal félagið gera ráðstafanir í sérstökum varasjóði til að mæta framangreindri kröfu.

 

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 3. mgr. 34. gr. og 41. gr. laga um ættleiðingar nr. 130/1999, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. október 2023.

 

Dómsmálaráðuneytinu, 28. september 2023.

 

Guðrún Hafsteinsdóttir.

Haukur Guðmundsson.


B deild - Útgáfud.: 29. september 2023