Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 87/2019

Nr. 87/2019 29. janúar 2019

AUGLÝSING
(II) um staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta.

1. gr.

Með vísan til 2. og 3. gr. reglugerðar nr. 685 frá 5. júlí 2018 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2018/2019 staðfestir ráðuneytið sérstök skilyrði vegna úthlutunar aflaheimilda í eftir­farandi sveitarfélögum:

Kaldrananeshreppur.

Ákvæði reglugerðar nr. 685/2018 gilda um úthlutun byggðakvóta Kaldrananeshrepps með eftir­farandi viðauka/breytingum:

  a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess afla­marks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiski­skipa sem upp­fylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggða­kvóta í ein­stök­um sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt þannig að 30% byggðakvótans skiptist jafnt milli skipa þó ekki meira í þorskígildum talið en viðkomandi bátur landaði í þorskígildum á Drangsnesi á fiskveiði­árinu 2017/2018 og 70% skipt hlutfallslega til sömu skipa af því aflamarki sem fallið hefur til Drangsness, miðað við allan landaðan botnfiskafla á Drangsnesi í tegundum sem hafa þorsk­ígildisstuðla, í þorsk­ígildum talið, á tímabilinu 1. september 2017 til 31. ágúst 2018.
  b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa á Drangsnesi þeim afla sem telja á til byggðakvóta Drangsness og til vinnslu innan Drangsness á tímabilinu frá 1. september 2018 til 31. ágúst 2019.

Sveitarfélagið Vogar.

Ákvæði reglugerðar nr. 685/2018 gilda um úthlutun byggðakvóta Sveitarfélagsins Voga með eftir­farandi viðauka/breytingum:

  a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess afla­marks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiski­skipa sem upp­fylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggða­kvóta í ein­stökum sveitar­félögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlut­falls­lega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkom­andi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorsk­ígildis­stuðla, í þorskígildum talið, á tíma­bilinu 1. sept­ember 2017 til 31. ágúst 2018.

Ísafjarðarbær.

Ákvæði reglugerðar nr. 685/2018 gilda um úthlutun byggðakvóta Ísafjarðar, Hnífsdals, Þingeyrar, Flateyrar og Suðureyrar með eftirfarandi viðauka/breytingum:

  a) Ákvæði a-liðar 1. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Hafa leyfi til veiða í atvinnu­skyni, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, eða frístunda­­veiði­leyfi skv. 2. tl. 4. mgr. 6. gr. sömu laga, við lok umsóknarfrests.
  b) Ákvæði c-liðar 1. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í sveitarfélaginu 1. júlí 2018.
  c) Ákvæði 1. málsl. 1. og 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess afla­marks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem upp­fylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í ein­stökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal fyrst úthluta bátum með frístundaleyfi sbr. a-lið, 1 þorsk­ígildis­tonni á bát, 40% af því sem eftir stendur skal skipt jafnt milli annarra skipa, þó ekki meira í þorskígildum talið en viðkomandi bátur landaði í þorskígildum talið á fiskveiði­árinu 2017/2018, afganginum skal skipt hlutfallslega, miðað við allan landaðan botn­fisk­afla í tegundum sem hafa þorsk­ígildis­stuðla, í þorskígildum talið, sem landað var innan sveitar­félagsins á tímabilinu 1. september 2017 til 31. ágúst 2018.
    Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélaginu af bátum sem ekki eru skráðir innan sveitarfélagsins á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
  d) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla, sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan hlutaðeigandi byggðar­laga, á tíma­bilinu frá 1. september 2018 til 31. ágúst 2019. Ísafjarðarbær getur þó heimilað að afl­anum sé landað innan sveitarfélags með áritun á umsókn viðkomandi um byggða­kvóta.

Strandabyggð.

Ákvæði reglugerðar nr. 685/2018 gilda um úthlutun byggðakvóta Hólmavíkur með eftirfarandi viðauka/breytingum:

  a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess afla­marks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiski­skipa sem upp­fylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggða­kvóta í ein­stökum sveitar­félögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal 25% úthlutaðs byggðakvóta skipt jafnt milli þeirra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglu­gerðarinnar og 75% skal skipt hlutfallslega, til sömu skipa, miðað við allan landaðan botn­fisk­afla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorsk­ígildum talið innan viðkomandi byggðar­lags á tímabilinu 1. september 2017 til 31. ágúst 2018.
  b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta innan byggðarlagsins á tímabilinu frá 1. september 2018 til 31. ágúst 2019.

Húnaþing vestra.

Ákvæði reglugerðar nr. 685/2018 gilda um úthlutun byggðakvóta Hvammstanga með eftirfarandi viðauka/breytingum:

  a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
    a. 80% af byggðakvóta Húnaþings vestra verður skipt milli þeirra fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og fengið hafa úthlutun samkvæmt reglugerð nr. 684/2018 vegna aflabrests á rækju í innanverðum Húnaflóa og uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 685/2018, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2018/2019. Við skiptingu þessa 80% byggðakvóta Húnaþings vestra, til ofangreindra skipa, skal miða við meðaltal landaðs botnfiskafla í þorskígildum talið, í tegundum sem hafa þorsk­ígildis­stuðla, í Hvammstanga­höfn, síðastliðin þrjú fiskveiðiár. Viðmiðunarárin eru 3 síðustu fiskveiðiár, nú 2015/2016, 2016/2017 og 2017/2018.
    b. 20% af byggðakvóta Húnaþings vestra verður skipt milli þeirra fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 685/2018, um úthlutun byggða­­kvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2018/2019, miðað við meðaltal landaðs botn­fisk­afla, í tegund­um sem hafa þorskígildisstuðla, í Hvammstangahöfn síðastliðin þrjú fiskveiðiár, í þorsk­ígildum talið. Viðmiðunarárin eru 3 síðustu fiskveiðiár, nú 2015/2016, 2016/2017 og 2017/2018.
  b) Skip eiga rétt til úthlutunar úr báðum pottum samkvæmt a- og b-lið, að uppfylltum skil­yrðum.
  c) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa innan byggðarlagsins þeim afla sem telja á til byggðakvóta á tímabilinu frá 1. sept­ember 2018 til 31. ágúst 2019.

Árneshreppur.

Ákvæði reglugerðar nr. 685/2018 gilda um úthlutun byggðakvóta Árneshrepps með eftirfarandi viðauka/breytingum:

  a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa innan Árneshrepps þeim afla sem telja á til byggðakvóta á tímabilinu frá 1. sept­ember 2018 til 31. ágúst 2019.
  b) 2., 4. og 8. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar falla brott.

2. gr.

Auglýsing þessi, sem birt er samkvæmt heimild í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fisk­veiða, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 29. janúar 2019.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Jóhann Guðmundsson.


B deild - Útgáfud.: 30. janúar 2019