Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1354/2023

Nr. 1354/2023 5. október 2023

GJALDSKRÁ
vegna skipulagsbreytinga og framkvæmdaleyfa í Ísafjarðarbæ.

1. gr.

Meginreglur.

Gjaldskráin byggir á þeirri meginreglu að aðili sem óskar eftir breytingu á aðal- og/eða deili­skipulagi skuli greiða þann kostnað sem breytingin hefur í för með sér. Í því felst að umsækjandi greiðir kostnað vegna nýrra uppdrátta, breytinga á uppdráttum, auglýsingu og kynninga vegna málsins. Umhverfisnefnd getur ákveðið að falla frá gjaldtöku ef skipulagsvinna á vegum sveitar­félagsins er yfirstandandi eða fyrirhuguð á svæðinu eða skipulagsáætlun þarfnast breytinga af öðrum ástæðum, enda hafi það ekki í för með sér viðbótarkostnað fyrir sveitarfélagið.

Ef kostnaður vegna vinnu skipulagsfulltrúa eða aðkeyptrar vinnu er verulega umfram viðmið­unar­gjald, vegna umfangs verksins er heimilt að leggja á til viðbótar tímagjald skipulags­fulltrúa sem er 22.970 kr. eða gjald skv. reikningi.

 

2. gr.

Skilgreiningar.

Afgreiðslugjald: gjald sem greitt er við móttöku umsóknar um framkvæmdaleyfi og vegna skipulags­breytinga. Í gjaldinu felst kostnaður sveitarfélagsins við afgreiðslu og yfirferð erindisins.

Umsýslu- og auglýsingakostnaður: kostnaður sveitarfélagsins við afgreiðslu umsóknar, birtingu auglýsinga og aðra umsýslu.

Breytingarkostnaður: kostnaður sem fellur til innan sveitarfélagsins við gerð nýs deiliskipulags eða breytingar á gildandi aðal- eða deiliskipulagsuppdráttum.

 

3. gr.

Kostnaður vegna aðalskipulagsbreytinga.

Breyting á aðalskipulagsuppdrætti, sbr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, viðmiðunargjald 405.800 kr.
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 1. mgr. 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 143.800 kr.
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 129.400 kr.
Afgreiðslugjald vegna aðalskipulagsbreytinga 7.500 kr.

 

4. gr.

Kostnaður vegna deiliskipulags.

Nýtt deiliskipulag.  
Nýtt deiliskipulag, sbr. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 405.800 kr.
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 143.800 kr.
Afgreiðslugjald vegna deiliskipulags 7.500 kr.
   
Verulegar breytingar á deiliskipulagi.  
Breyting á deiliskipulagsuppdrætti, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 260.900 kr.
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 143.800 kr.
Afgreiðslugjald vegna deiliskipulagsbreytinga 7.500 kr.
   
Óverulegar breytingar á deiliskipulagi.  
Breyting á deiliskipulagsuppdrætti, sbr. 2 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 173.900 kr.
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 101.400 kr.
Afgreiðslugjald vegna deiliskipulagsbreytinga 7.500 kr.

 

5. gr.

Kostnaður vegna grenndarkynningar.

Grenndarkynning 50.700 kr.

 

6. gr.

Kostnaður vegna framkvæmdaleyfis.

Afgreiðslugjald 101.400 kr.
Framkvæmdaleyfi – framkvæmdir skv. 1. og 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, viðmiðunargjald 188.400 kr.
Framkvæmdaleyfi – aðrar framkvæmdir, viðmiðunargjald 101.400 kr.
Framkvæmdaleyfi – minniháttar framkvæmdir 31.800 kr.
Eftirlit umfram eina ferð, sem er innifalin í framkvæmdaleyfisgjaldi 36.200 kr.
Tímagjald, eftirlit umfram það sem er innifalið í framkvæmdaleyfisgjaldi 17.500 kr.

 

7. gr.

Gjalddagi.

Gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari falla í gjalddaga við afgreiðslu erindis nema um annað sé samið.

 

8. gr.

Gjaldtökuheimild og breytingar á fjárhæð.

Leyfisgjöldum fylgja lögveð í viðkomandi fasteign eða lóð þar sem við getur átt og má inn­heimta gjaldfallin gjöld með fjárnámi án undangengins dóms eða réttarsáttar.

Leyfisgjöld eru ekki endurkræf þó leyfi falli úr gildi.

Gjaldskrá þessi er sett með heimild í 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast gildi þann 1. janúar 2024.

Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá vegna skipulagsbreytinga og framkvæmdaleyfa í Ísafjarðarbæ nr. 1344/2022.

 

Samþykkt í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, 5. október 2023.

 

Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 12. desember 2023